Jón Brandsson (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. janúar 2016 kl. 15:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. janúar 2016 kl. 15:24 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Brandsson sjómaður á Oddsstöðum fæddist 26. febrúar 1866 og lést 6. maí 1941.
Foreldrar hans voru Brandur Brandsson bóndi, þá í Ranakoti efra í Stokkseyrarhreppi, f. 16. júlí 1830, d. 23. apríl 1919, og kona hans Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 21. júní 1830, d. 9. febrúar 1881.

Bróðir Jóns var Sigurður Brandsson vinnumaður, f. 18. september 1864.

Jón fluttist til Eyja frá Stekkjarkoti að Jónshúsi 1891, þá 24 ára.
Þau Þorgerður fluttust til Seyðisfjarðar 1895, eignuðust þar Jóhann og Steinunni, komu aftur 1900. Þau voru á Oddsstöðum 1901 með þau og Sigurð Þórarinn nýfæddan.
Þau fluttust til Vesturheims 1903 með börnin Jóhann og Steinunni og nýfæddan son, Jón, og stefndu á Utah. Sigurður Þórarinn, nefndur Sigurður Þór, fór frá Hallgeirsey 1903, sagður á leið til Vesturheims. Hann er ekki nefndur í Vesturfaraskrá.
Jón Brandsson varð bóndi í Siglunespósthéraði í Manitoba í Kanada.

Kona Jóns, (17. ágúst 1896), var Þorgerður Árnadóttir frá Oddsstöðum, f. 30. júní 1856.
Börn þeirra hér:
1. Jóhann Jónsson, f. 5. júlí 1896 á Skálanesi, fluttist til Vesturheims.
2. Steinunn Jónsdóttir, f. 20. október 1898, fluttist til Vesturheims.
3. Sigurður Þórarinn Jónsson, f. 30. júlí 1901. Hann var fluttur að Hallgeirsey í Landeyjum 1902 undir nafninu Sigurður Þór Jónsson. Hann var fluttur frá Hallgeirsey 1903, sagður fara til Vesturheims.
4. Jón Jónsson, f. 1903, fluttist til Vesturheims.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.