Jóhanna Jónsdóttir (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. mars 2016 kl. 20:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. mars 2016 kl. 20:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jóhanna Jónsdóttir (Dölum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Jónsdóttir frá Dölum, húsfreyja í Hellisfirði fæddist 26. ágúst 1862 í Nýjabæ í Meðallandi og mun hafa látist Vestanhafs.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson húsmaður í Dölum, f. 29. september 1837 á Kvíabóli í Mýrdal, drukknaði 13. mars 1874, er Gaukur fórst við Klettsnef, og kona hans Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1838, d. 23. janúar 1920.

Jóhanna var með foreldrum sínum í Nýjabæ til 1864, en fluttist þá með þeim að Helgabæ í Eyjum. Hún var með þeim í Dölum 1870.
Hún missti föður sinn 1874, var með ekkjunni móður sinni uns þau fluttust í V-Skaftafellssýslu 1878.
Jóhanna var vinnukona á Undirhrauni í Meðallandi 1879-1882, á Hnausum 1882-1885. Þá fluttist hún í Austur-Skaftafellssýslu, en var vinnukona á Gilsárstekk í Breiðdal 1890.
Hún giftist Guðjóni vinnumanni á Gilsárstekk 1891. Þau eignuðust barn í vinnumennsku sinni 1891.
Þau voru vinnufólk í Eydölum til 1894, en voru komin að Hellisfirði á því ári, eignuðust barn þar 1896 og bjuggu þar uns Guðjón lést 1900.
Jóhanna var ekkja og vinnukona í Hellisfirði 1901, en fluttist til Vesturheims 1902 með dætur sínar.

Maður Jóhönnu, (20. júní 1891), var Guðjón Pétursson bóndi, f. 1857, d. 16. mars 1900.
Börn þeirra voru:
1. Guðbjörg Guðjónsdóttir, f. 21. október 1891.
2. Jónína Ólöf, f. 23. nóvember 1896.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.