Jens Larsen Schram

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jens Larsen Schram verslunarstjóri, trésmiður, fæddist 3. febrúar 1806 á Skagaströnd og lést 22. september 1869 í Vatnagarði á Reykjanesi, (skráður Jens Lassen við skírn).
Foreldrar hans voru Christian Gynther Schram kaupmaður á Skagaströnd, f. 8. júlí 1772 í Kaupmannahöfn, d. 27. maí 1839, og kona hans Anna Christina Schram húsfreyja, f. 1784 í Stavanger í Noregi. Þau voru ættforeldrar Schram-ættar.

Bróðir Jens var Ellert Schram skipstjóri, f. 1. mars 1810, drukknaði 26. mars 1842.

Jens var á Skagaströnd 1817, verslunarmaður (assistent) í Kornhól 1828, faktor þar 1829, var fyrsti faktor í Godthaab 1830, assistent þar 1831.
Þau Steinunn bjuggu í Godthaab 1832 og fóru þaðan á því ári „suður á Land“ með Anne Christine.
Þau voru í Reykjavík 1835-1840, á Syðri-Flankastöðum á Reykjanesi í lok árs 1840, og 1845 með 3 börn sín.
Jens var verslunarþjónn í Reykjavík 1835, síðar húsmaður, „timbursmiður“ á Syðri-Flankastöðum og Másbúðum á Suðurnesjum.

I. Kona Jens var Steinunn Thordersen Guðmundsdóttir Schram, f. 24. apríl 1803 í Hafnarfirði, d. 25. maí 1879.
Börn fædd í Eyjum:
1. Christiane Gynthore Schram, f. 19. júní 1830 í Godthaab, d. 24. júní 1830 úr ginklofa.
2. Anne Christine Jensdóttir Schram, f. 22. ágúst 1831 í Godthaab, d. 11. júní 1900 í Krókskoti á Miðnesi.
Börn fædd utan Eyja:
3. Steinunn Jensdóttir Schram, f. 19. júní 1837 í Reykjavík, d. 14. apríl 1922. Maður hennar Jón Oddsson.
4. Ástríður Jensdóttir Schram húsfreyja í Reykjavík og Seattle í Washington-fylki í Bandaríkjunum, f. 15. september 1840 á Hauksstöðum á Miðnesi, Gull., d. 2. júní 1928 í Seattle.
5. Jóhann Kristján Jensson Schram, f. 1852 á Útskálum, d. 19. desember 1928 í Betel á Gimli í Manitoba í Kanada.

II. Barnsmóðir Jens var Þórkatla Gunnarsdóttir, f. 22. september 1831 í Útskálasókn í Gull., d. 1907.
Barn þeirra:
6. Jóhann Jensson Schram á Útskálum, f. 20. febrúar 1856 í Keflavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.