Jens Kristinsson (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jens Kristinsson.
Jens Kristinsson.

Jens Kristinsson frá Miðhúsum, sjómaður, starfsmaður FES fæddist 13. september 1922 í Hólmgarði og lést 12. júlí 2015 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Kristinn Ástgeirsson á Miðhúsum, sjómaður, trillukarl, vigtarmaður, listamaður, f. 6. ágúst 1894, d. 31. júlí 1981, og kona hans Jensína María Matthíasdóttir frá Færeyjum, húsfreyja, f. 16. febrúar 1892 í Kvívík, d. 28. maí 1947.

Börn Jensínu og Kristins:
1. Jakob Matthías Kristinsson, f. 1. október 1916, d. 23. júní 1931.
2. Guðjón Kristinn Kristinsson vélstjóri, skipstjóri, f. 29. nóvember 1917, d. 28. mars 1975.
3. Valdimar Kristinsson verkamaður, síðast í Innri-Akraneshreppi, f. 8. nóvember 1919, d. 30. maí 1988.
4. Drengur, f. í júní 1921, d. 6. júlí 1921.
5. Jens Kristinsson sjómaður, beitningamaður, verkamaður, f. 13. september 1922, d. 12. júní 2015.
6. Ásgeir Kristinsson, f. 16. júní 1924, d. 9. nóvember 1929.
7. Finnbogi Kristinsson, f. 13. febrúar 1926, d. 11. desember 1926.
8. Tryggvi Kristinsson, f. 21. mars 1928, d. 25. desember 1969.
9. Kristinn Kristinsson sjómaður, f. 11. mars 1933, d. 1. janúar 1997.
Sonur Kristins Ástgeirssonar og Oktavíu Þórunnar Jóhannsdóttur:
10. Jóhann Kristinsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 9. janúar 1913, d. 13. október 1985.

Jens var með foreldrum sínum í æsku, í Hólmgarði til 1945, síðan á Miðhúsum.
Hann varð snemma beitningamaður á línuvertíðum, sjómaður á netunum og síldveiðum fyrir Norðurlandi.
Um 1964-1965 hóf hann störf í landi, vann í Fiskimjölsverksmiðju Vestmannaeyja (FIVE) í nokkur ár, en síðan í Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar (FES) til Goss 1973.
Í Gosinu var hann reykkafari hjá Slökkviliðinu, síðan vann hann á Grafskipinu Vestmannaey, en hóf að nýju störf hjá FES, er hún tók til starfa eftir Gos og starfaði þar til starfsloka 1992.
Þau Guðný giftu sig 1955, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Sætúni við Bakkastíg 10, byggðu hús við Bakkastíg 27 og fluttu í það 1958. Það hús varð Gosinu að bráð. Þá keyptu þau húsið við Höfðaveg 37, fullbyggðu það og fluttu þangað 1975 og bjuggu þar síðan.
Jens lést 2015.

I. Kona Jens, (6. mars 1955), er Guðný Gunnlaugsdóttir frá Gjábakka, húsfreyja, íþróttakennari, f. 6. mars 1928.
Börn þeirra:
1. Elías Vigfús Jensson stýrimaður, f. 16. ágúst 1954 á Gjábakka við Bakkastíg 17. Kona hans Sigríður Gísladóttir.
2. Jensína Kristín Jensdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1955 á Sj.
3. Guðný Jensdóttir kennari, f. 1. janúar 1959 að Bakkastíg 27.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Jens er ógiftur (1954, nóvember) og barnlaus.
Jens er lágur vexti, og smávaxinn, ljóshærður, skapléttur og skemmtilegur. Hann er snar og léttur í hreyfingum, fylginn sér og þolinn. Veiðimaður er Jens ágætur, enda þótt ungur sé í þeirri íþrótt, góður viðlegufélagi og ósérhlífinn og iðinn.
Eflaust á Jens eftir að þjálfast meir í veiðum og verða skeinuhættur keppinautur þeirra, sem eldri og æfðari eru í veiðistörfum.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 17. júlí 2015. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.