Jakob Benediktsson (Görðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jakob Benediktsson frá Hamrakoti í Þingeyrarsókn, Hún. fæddist 27. mars 1855 og lést 27. nóvember 1940 í Görðum.
Foreldrar hans voru Benedikt Jónsson, f. um 1815, d. 26. júlí 1855, og Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 1819.

Jakob var tökubarn í Hamrakoti 1860.
Þau Anna Sigríður giftu sig, fluttu til Vesturheims 1883 frá Bergsstöðum, Hún., námu land í N.-Dakota, í Hallsons-byggð.
Anna lést 1901.
Þau Helga giftu sig. Hún flutti heim og til Kristínar dóttur sinnar í Görðum 1919 og Jakob 1920.
Helga lést 1924 og Jakob 1940 í Görðum.

I. Kona Jakobs var Anna Sigríður Þorleifsdóttir frá Kambakoti í Höskuldsstaðasókn, Hún., húsfreyja á Höfðahólum 1860, bústýra á Ánastöðum 1870, f. 7. ágúst 1829, d. 24. júní 1901. Foreldrar hennar voru Þorleifur Þorleifsson bóndi í Kambakoti, f. 6. maí 1798, d. 28. júlí 1851, og kona hans Anna Einarsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1800, d. 21. mars 1871.

II. Kona Jakobs var Helga Arinbjarnardóttir frá Tjarnarkoti í Njarðvíkursókn, Gull., húsfreyja, f. þar 20. apríl 1863, d. 20. ágúst 1924 í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.