Jaðar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Jaðar

Húsið Jaðar við Vestmannabraut 6. Matthías Finnbogason, járnsmiður, reisti húsið árið 1907. Í kjallara hússins var fyrsta járnsmíðaverkstæði í Vestmannaeyjum og var það notað í allt sem varðaði viðgerðir og til að auka þekkingu vélstjóra í Eyjum.

Eftir Heimaeyjargosið var Jaðar síðasta húsið við hraunkantinn í austurátt á Vestmannabrautinni, og stendur það því í hraunjaðrinum. Ekki langt frá Jaðri var húsið Hraun við Landagötu en það fór einmitt undir hraun.

Árið 2006 búa í húsinu Sigurður Högni Hauksson og Margrét Brandsdóttir.