Júlíus Hallgrímsson (Þingeyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Júlíus Vilhelm Hallgrímsson.

Júlíus Vilhelm Hallgrímsson frá Þingeyri, sjómaður, skipstjóri, netagerðarmaður fæddist 20. ágúst 1921 í Sætúni og lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 20. mars 2011.
Foreldrar hans voru Hallgrímur Guðjónsson frá Sandfelli, skipstjóri, f. 8. maí 1894 á Moldnúpi u. Eyjafjöllum, drukknaði 24. ágúst 1925, og kona hans Ástríður Jónasdóttir frá Hóli á Akranesi, húsfreyja, f. 15. febrúar 1897 á Hóli, d. 3. júní 1923.
Stjúpmóðir og fóstra Júlíusar var Vilhelmína Jónasdóttir húsfreyja, systir Ástríðar og síðari kona Hallgríms.

Börn Ástríðar og Hallgríms voru:
1. Jóna Laufey Hallgrímsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 6. mars 1920 í Sætúni, d. 24. febrúar 2011.
2. Júlíus Vilhelm Hallgrímsson sjómaður, netagerðarmaður í Eyjum, f. 20. ágúst 1921 í Sætúni, d. 20. mars 2011.
Barn Hallgríms og Vilhelmínu var
3. Ástríður Halldóra Hallgrímsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 25. september 1924 á Grímsstöðum, d. 21. september 2010.
Barn Vilhelmínu og Einars Reynis var
4. Ragnheiður Einarsdóttir Reynis húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 30. júní 1929 á Þingeyri, d. 16. júlí 2002.

Júlíus var með foreldrum sínum í Sætúni, stutta stund á Grímsstöðum. Faðir hans og Vilhelmína fluttust að Þingeyri með börnin og hann drukknaði 1925.
Vilhelmína gekk þeim í móðurstað og auk þess var Marsibil amma þeirra á heimilinu, en lést 1935.
Þau Þóra giftu sig 1947, eignuðust tvö börn. Við giftingu bjó Júlíus á Hásteinsvegi 42, síðan bjuggu þau á Hásteinsvegi 56, en lengst bjuggu hjónin á Heiðarvegi 54. Júlíus dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Þóra lést 2001 og Júlíus 2011.

I. Kona Júlíusar, (24. maí 1947), var Þóra Haraldsdóttir frá Grímsstöðum, húsfreyja, f. 4. apríl 1925 í Litla Gerði, d. 13. apríl 2001.
Börn þeirra:
1. Hallgrímur Júlíusson netagerðarmeistari, f. 25. maí 1946 á Grímsstöðum. Kona hans er Ásta María Jónasdóttir.
2. Haraldur Júlíusson netagerðarmeistari, f. 11. september 1947 á Grímsstöðum. Kona hans er Valgerður Magnúsdóttir.
3. Andvana stúlka, f. 12. ágúst 1966.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.