Júlíus Þórarinn Steinarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Júlíus Þórarinn Stefánsson.

Júlíus Þórarinn Steinarsson feldskeri fæddist 1. desember 1958 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Sigurður Steinar Júlíusson feldskeri, f. 28. janúar 1930 í Eyvindarholti við Brekastíg 7b, og kona hans Guðrún Jónasdóttir frá Skuld, húsfreyja, talsímakona, orðabókarstarfsmaður, f. 17. janúar 1930 á Hásteinsvegi 28, d. 18. júní 2016.

Börn Guðrúnar og Steinars:
1. Jónas Þór Steinarsson viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, f. 2. október 1946. Kona hans Þórey Morthens.
2. Ragna Steinarsdóttir bókasafnsfræðingur, bókavörður, sviðsstjóri, f. 22. maí 1957. Maður hennar Þorsteinn Þórhallsson.
3. Júlíus Þórarinn Steinarsson feldskeri, f. 1. desember 1958. Kona hans Sigrún Guðmundsdóttir.
4. Eyvindur Ingi Steinarsson tónlistarmaður, kennari, f. 13. desember 1960. Fyrrum kona hans Bára Grímsdóttir.
5. Gunnar Kristinn Steinarsson tónlistarmaður í Nesoddtangen í Akershus, Noregi, f. 2. júlí 1964 í Reykjavík. Kona hans var Mirja Kuusela, f. 12. maí 1964, d. 1. maí 2004.

Júlíus var með foreldrum sínum í æsku, bjó hjá þeim við Hilmisgötu 1 og flutti með þeim Reykjavíkur 1963.
Hann lærði feldskurð í Svíþjóð 1976-1979.
Júlíus vann við iðn sína í fyrirtæki sínu Skinngallerí 1985-2000, hefur síðan verið vínráðgjafi hjá Vínbúðunum.
Þau Sigrún giftu sig 1980, eignuðust tvö börn.

I. Kona Júlíusar, (26. apríl 1980), er Sigrún Guðmundsdóttir stjórnarráðsfulltrúi, f. 15. janúar 1959. Foreldrar hennar Guðmundur Magnús Sigurðsson, f. 26. júní 1936, og Sigurbjörg Marta Stefánsdóttir, f. 3. nóvember 1938.
Börn þeirra:
1. Steinar Júlíusson grafískur hönnuður, f. 6. janúar 1980. Kona hans Katrín Karlsdóttir.
2. Oddur Júlíusson leikari, f. 21. júní 1989. Sambúðarkona hans Ebba Katrín Finnsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Júlíus.
  • Morgunblaðið13. júlí 2023. Minning Steinars Júlíussonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.