Júlía Sigurðardóttir (Dvergasteini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. nóvember 2019 kl. 20:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. nóvember 2019 kl. 20:58 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Júlía Sigurðardóttir húsfreyja í Dvergasteini fæddist 7. júlí 1886 og lést 22. júlí 1979.
Faðir Júlíu var Sigurður bóndi á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, f. 1. október 1852 í Stóradalssókn u. Eyjafjöllum, d. 29. febrúar 1936, Eyjólfsson bónda í Miðmörk, f. 1825, d. 5. febrúar 1899, Eyjólfssonar bónda á Ytri-Lyngum í Meðallandi, síðar á Austurlandi, f. 1797, d. 24. janúar 1867, Marteinssonar, og konu Eyjólfs Marteinssonar, Þorgerðar húsfreyju, f. 26. ágúst 1799, Jónsdóttur.

Kona Eyjólfs Eyjólfssonar og móðir Sigurðar bónda á Syðstu-Grund var Þorbjörg frá Háagarði, síðar húsfreyja í Mið-Mörk u. V-Eyjafjöllum, f. 20. ágúst 1832, d. 24. október 1916, Sigurðar bónda í Háagarði, f. 28. mars 1794, d. 10. febrúar 1833, Magnússonar, og konu hans Bjargar húsfreyju, f. 10. mars 1788, d. 6. janúar 1853, Brynjólfsdóttur.

Móðir Júlíu og kona Sigurðar Eyjólfssonar var Sigurbjörg húsfreyja, f. 17. desember 1851, d. 14. maí 1942, Guðmundsdóttir bónda í Vallnatúni og Syðstugrundarhjáleigu, f. 12. ágúst 1816, d. 5. nóvember 1886, Gíslasonar bónda í Bjóluhjáleigu í Holtum, Rang, f. 14. maí 1786, d. 2. maí 1858, Gíslasonar, og konu Gísla Gíslasonar, Gunnhildar húsfreyju, skírð 25. júlí 1792, d. 24. september 1848, Þorkelsdóttur.
Móðir Sigurbjargar Guðmundsdóttur og kona Guðmundar Gíslasonar var Margrét húsfreyja og yfirsetukona, f. 14. maí 1822, d. 29. desember 1908, Jónsdóttir bónda í Vallnatúni, f. 17. ágúst 1788, d. 30. mars 1855, Einarssonar, og konu Jóns Einarssonar, Arnbjargar húsfreyju, f. 20. ágúst 1790 í Vallnatúni, d. 16. apríl 1852, Auðunsdóttur.

Börn Sigurðar Eyjólfssonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur,- í Eyjum:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja á Þinghól, f. 18. júlí 1880, d. 6. janúar 1970.
2. Eyjólfur Sigurðsson skipstjóri, trésmiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, d. 31. desember 1957.
3. Júlía Sigurðardóttir húsfreyja í Dvergasteini, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.
4. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja á Búlandi, Skólavegi 41, síðast í Reykjavík, f. 27. september 1891, d. 22. nóvember 1981.
5. Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund, f. 15. september 1896, d. 29. mars 1971.

Júlía var með foreldrum sínum á Syðstu-Grund 1890 og 1901.
Hún fluttist til Eyja 1910 frá Norðfirði og dvaldi hjá Margréti systur sinni á Hnausum.
Þau Sigfinnur bjuggu þar í byrjun árs við fæðingu Óskars, bjuggu í Bræðraborg, er þau giftu sig í apríl og Júlía ól Sigurbjörn í lok ársins hjá Margréti systur sinni á Hnausum.
Þau voru leigjendur á Hnausum 1912.
Sigfinnur drukknaði í fiskiróðri 1913.
Júlía var með drengina hjá Margréti systur sinni á Hnausum í lok árs 1913.
Óskar fór í fóstur til Norðfjarðar 1914 og Sigurbjörn að Grund u. Eyjafjöllum 1914.
Júlía var ekkja á Hnausum 1914, bjó með Eiríki og nýfæddu barninu Sigurfinnu á Gjábakka 1915.
Þau keyptu Dvergastein 15. júlí 1916 fyrir 2.000 krónur og bjuggu þar í lok ársins með tvö börn sín. Þar bjuggu þau síðan, eignuðust saman sex börn.
Eiríkur lést 1963 og Júlía 1979.

Júlía var tvígift:
I. Fyrri maður Júlíu, (23. apríl 1911), var Sigfinnur Árnason frá Borgum í Norðfirði, sjómaður, f. 10. maí 1890, drukknaði 2. ágúst 1913. Hann var bróðir Valdimars Árnasonar sjómanns, formanns, verkamanns í Sigtúni. Bróðir þeirra var Karl Árnason fyrri maður Vigdísar Hjartardóttur, en þau voru foreldrar Kristínar konu Arnmundar Óskars Þorbjörnssonar netagerðarmanns frá Reynifelli.
Börn þeirra Sigurfinns:
1. Óskar Sigfinnsson vélstjóri, skipstjóri í Neskaupstað og Reykjavík, lagerstjóri, f. 17. janúar 1911 í Bræðraborg, d. 1. nóvember 2003.
2. Sigurbjörn Sigfinnsson sjómaður, skipstjóri í Eyjum, f. 9. desember 1911 á Hnausum, d. 22. september 1979.

II. Síðari maður Júlíu, (15. janúar 1916), var Eiríkur Ögmundsson útgerðarmaður, verkstjóri, f. 14. júní 1884 á Svínhólum í Lóni, d. 4. janúar 1963.
Börn þeirra:
3. Sigurfinna Eiríksdóttir, f. 21. júlí 1915 á Gjábakka, síðast í Garðabæ, d. 24. ágúst 1997.
4. Gunnar Eiríksson, f. 9. september 1916 í Dvergasteini, d. 7. desember 1994.
5. Guðmundur Eiríksson, f. 30. maí 1919 í Dvergasteini, d. í janúar 1940.
6. Margrét Ólafía Eiríksdóttir, f. 24. febrúar 1921 í Dvergasteini, d. 21. júní 2008.
7. Þórarinn Ögmundur Eiríksson, f. 3. desember 1924, d. 22. janúar 1999.
8. Laufey Eiríksdóttir, f. 5. júní 1926 í Dvergasteini, d. 14. desember 1992.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.