Jórunn Hannesdóttir (Vesturhúsum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jórunn Hannesdóttir húsfreyja á Vesturhúsum fæddist 30. september 1879 og lést 24. janúar 1962.
Foreldrar hennar voru Hannes lóðs á Miðhúsum, f. 21. nóvember 1852, d. 31. júlí 1937, Jónsson og kona hans Margrét húsfreyja á Miðhúsum, f. 20. október 1852, d. 25. október 1927, Brynjólfsdóttir.

Jórunn var með foreldrum sínum á Miðhúsum 1890 og 1901 (nefnd þar Jónína). Hún var gift húsfreyja á Vesturhúsum 1910, 1920 og 1930.
Þau Magnús byggðu húsið Helgafell á vesturöxl Helgafells 1936 og bjuggu þar í nokkur ár.

Maður Jórunnar, (1903), var Magnús Guðmundsson bóndi, útvegsmaður og formaður á Vesturhúsum, kallar sig fuglara 1910, f. 27. júní 1872, d. 24. apríl 1955.

Börn Magnúsar og Jórunnar voru:
1. Hansína, f. 12. janúar 1904, d. 16. september 1980, kona Ársæls Grímssonar.
2. Magnús, f. 12. september 1905, d. 26. maí 1978, kvæntur Kristínu Ásmundsdóttur.
3. Nanna, f. 12. september 1905, d. 9. september 1975, gift Helga Benónýssyni.
4. Guðmundur, f. 20. september 1916, d. 18. ágúst 1936.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.