Jóna Sveinsdóttir (Stóru-Heiði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. nóvember 2016 kl. 22:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. nóvember 2016 kl. 22:31 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Arnfríður Jóna Sveinsdóttir á Stóru-Heiði og víðar, húsfreyja fæddist 6. maí 1912 á Lindargötu 12 í Reykjavík og lést 8. ágúst 1994.
Foreldrar hennar voru Sveinn Sæmundsson, f. 8. ágúst 1877 í Teigssókn í Fljótshlíð, d. 20. desember 1947 og kona hans Ingiríður Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1878, d. 20. september 1950.

Föðurbræður Jónu í Eyjum voru:
1. Þorkell Sæmundsson á Reynistað, f. 27. september 1878, d. 2. maí 1963.
2. Markús Sæmundsson í Fagurhól, f. 27. desember 1885, d. 5. apríl 1980.
3. Sigurður Sæmundsson á Hallomsstað f. 16. febrúar 1887, d. 15. júlí 1981.
Afasystir Jónu var
4. Una Guðmundsdóttir húsfreyja í London, f. 19. apríl 1839, d. 25. apríl 1930.

Jóna var tökubarn á Heylæk í Fljótshlíð 1920, var vinnukona þar 1930.
Hún var í Neðri-Dal u. V-Eyjafjöllum 1932, var húsfreyja á Vesturhúsum við fæðingu Garðars 1933, í Sigtúni við giftingu sína 1934, í Neðri-Dal v. fæðingu Guðrúnar 1935, í Ásum við Skólaveg við fæðingu Svanhvítar Ingu 1938. Þau voru komin að Stóru-Heiði við Sólhlíð 19 1940.
Tryggvi lést af slysförum 1945.
Jóna giftist Samúel 1948. Þau bjuggu á Rauðafelli, eignuðust tvö börn í Eyjum. Þau fluttu að Heylæk í Fljótshlíð 1954, síðan að Sámsstöðum. Þar fæddist Bjarni 1956. Þá fluttust þau að Skálmholti í Flóa, að Selfossi og síðast til Reykjavíkur.
Samúel lést 1993 og Jóna 1994.

Jóna var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (22. desember 1934) var Tryggvi Ingvarsson bóndi, verkamaður, f. 27. janúar 1910 u. Eyjafjöllum, d. 3. maí 1945.
Börn þeirra:
1. Ólafur Tryggvason vélvirki, járnsmiður, f. 21. janúar 1932 í Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, d. 9. júní 1995. Hann ólst upp u. Eyjafjöllum.
2. Ingibergur Garðar Tryggvason verkamaður, framkvæmdastjóri, f. 10. febrúar 1933 á Vesturhúsum, d. 13. desember 2013.
3. Guðrún Jóna Tryggvadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. desember 1935 í Neðri-Dal. Hún ólst upp hjá Sigurði Einarssyni og Elínu Jónínu Ingvarsdóttur föðursystur sinni í Austur-Búðarhólshjáleigu, (Hólavatni), í A-Landeyjum. Maður hennar: Ólafur Grímsson.
4. Svanhvít Inga Tryggvadóttir, f. 13. nóvember 1938 á Ásum, (Skólavegi 47). Hún bjó í Danmörku, d. 18. apríl 1996.

II. Síðari maður Jónu, (7. september 1948), var Samúel Ingvarsson, þá á Rauðafelli, (Vestmannabraut 58 B). Hann var bróðir Tryggva fyrri manns hennar. Samúel var fyrr kvæntur Ásta Gréta Jónsdóttir frá Seljavöllum, f. 6. maí 1912, d. 8. ágúst 1994.
Börn Samúels og Jónu:
5. Ásta Gréta Samúelsdóttir fulltrúi, f. 20. janúar 1949 á Rauðafelli.
6. Tryggvi Óskar Samúelsson bifreiðastjóri, f. 16. febrúar 1952 á Rauðafelli.
7. Bjarni Samúelsson bifreiðastjóri, f. 3. ágúst 1956 á Sámsstöðum í Fljótshlíð.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.