Jóna Kristjana Guðmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóna Kristjana Guðmundsdóttir.

Jóna Kristjana Guðmundsdóttir frá Túnsbergi við Vesturveg 22, húsfreyja, verslunarmaður, starfsmaður við Íþróttamiðstöðina fæddist 31. mars 1931 og lést 18. nóvember 2022.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson verkamaður, bræðslumaður, f. 11. febrúar 1891 í Miðey í A.-Landeyjum, d. 13. október 1947, og kona hans Helga Sigríður Árnadóttir frá Brimbergi í Seyðisfirði eystra, húsfreyja, f. 24. október 1902, d. 4. ágúst 1986.

Börn Helgu og Guðmundar:
1. Árný Gróa Guðmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 27. júlí 1926, d. 18. júní 2014.
2. Jóna Kristjana Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 31. mars 1931, d. 18. nóvember 2022.

Jóna var með foreldrum sínum.
Hún stundaði nám í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði.
Jóna vann verslunarstörf og við Íþróttamiðstöðina, en þar vann hún til loka starfsævi sinnar.
Þau Sigurður giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hólagötu 21 og á Brimhólabraut 33, en síðast við Boðaslóð 12.
Sigurður lést 2010 og Jóna 2022.

I. Maður Jónu Kristjönu, (21. janúar 1956), var Sigurður Gunnarsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. september 1928, d. 20. september 2010.
Börn þeirra:
1. Helga Sigurðardóttir, f. 21. júní 1957. Maður hennar Ásgeir Sverrisson.
2. Kristín Sigurðardóttir, f. 19. nóvember 1959. Maður hennar Magnús Gunnar Þorsteinsson.
3. Lilja Sigurðardóttir, f. 9. maí 1965. Maður hennar Guðmundur Viðar Adolfsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.