Jóna Guðlaugsdóttir (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jóna Guðlaugsdóttir húsfreyja fæddist 14. ágúst 1903 og lést 20. desember 1985.
Faðir Jónu var Guðlaugur sjómaður í Mundakoti á Eyrarbakka 1910, f. 18. apríl 1876, d. 10. febrúar 1969, Guðmundsson bónda í Tjarnarkoti og á Langekru á Rangárvöllum, f. 10. september 1835 í Háarima, d. 16. desember 1909 á Bala í Þykkvabæ, Jónssonar bónda í Háarima, f. 1798, d. 1872, Guðnasonar vinnumanns á Víkingslæk Daðasonar.
Móðir Guðmundar bónda í Tjarnarkoti og Langekru og kona Jóns bónda í Háarima var Elín húsfreyja, f. 23. mars 1802, d. 14. nóvember 1875, Jónsdóttir bónda í Norður-Nýjabæ, f. 1769, d. 1839, Oddssonar og konu Jóns Oddssonar Sigríðar húsfreyju Magnúsdóttur, f. 1772, d. 1841.
Móðir Guðlaugs í Mundakoti og kona Guðmundar í Tjarnarkoti var Guðbjörg húsfreyja, f. 23. febrúar 1842, d. 26. október 1930, Árnadóttir bónda á Norðurbakka í Háfssókn, f. 1800, d. 12. mars 1872, Jónssonar og konu Árna, Ólafar húsfreyju, f. 1796, d. 1862, Einarsdóttur.

Móðir Jónu í Háagarði og kona Guðlaugs sjómanns í Mundakoti var Þuríður húsfreyja í Mundakoti 1910, f. 30. nóvember 1874 í Eyrarbakkasókn, d. 24. mars 1963, Magnúsdóttir bónda í Nýjabæ í Stokkseyrarsókn 1890, f. 8. júlí 1848, d. 24. júní 1923, Magnússonar bónda í Stóra Rimakoti 1850, f. 1817, d. 1905, Andréssonar og konu Magnúsar í Stóra Rimakoti, Jórunnar húsfreyju, f. 1815, Pétursdóttur bónda í Einkofa í Eyrarbakkasókn, f. 1768, Ólafssonar og konu Péturs, Agnesar húsfreyju, f. 1776, Runólfsdóttur.
Kona Magnúsar Magnússonar bónda í Nýjabæ og móðir Þuríðar húsfreyju í Mundakoti var Ingigerður húsfreyja í Nýjabæ, f. 3. september 1853, d. 18. apríl 1938, Jónsdóttir bónda í Mundakoti, f. 1816, d. 1895, Magnússonar Arasonar og konu Jóns í Mundakoti, Þuríðar húsfreyju, f. 1812 í Stokkseyrarhreppi, Árnadóttur.

Systkini Jónu í Eyjum:
1. Guðjón Guðlaugsson sjómaður og bóndi í Gvendarhúsi, f. 3. september 1901, d. 18. janúar 1958.
2. Helgi Guðlaugsson bifreiðastjóri á Heiði, f. 3. september 1901, d. 9. júní 1985.
3. Ingigerður Guðbjörg Guðlaugsdóttir vinnukona á Arnardrangi, f. 15. desember 1907, d. 4. desember 1988.
4. Magnús Guðlaugsson sjómaður, f. 3. febrúar 1909, d. 10. apríl 1967.

Jóna var með fjölskyldu sinni í Mundakoti í æsku, var þar enn 1920.
Hún fluttist til Eyja 1925, giftist Kristni 1926.
Þau eignuðust Jón á því ári á Litla Gjábakka. Hún var í Skálholti við giftingu 1926, húsfreyja í Háagarði 1929-1935. Þar fæddist Ásta 1934. Þau bjuggu síðan á Brekku 1935-1937, en slitu þá samvistir.
Hún var húskona á Bárustíg 15 (Baðhúsinu) 1940 með börnin.
Jóna fluttist til Reykjavíkur, þá á Hvolsvöll, síðast á Selfoss.

Jóna var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (2. janúar 1926), var Kristinn Jónsson trésmiður, póstur, síðar á Mosfelli, f. 26. maí 1899, d. 13. júní 1969.
Börn þeirra:
1. Jón Kristinsson vélsmiður, f. 8. apríl 1926 á Litla Gjábakka, d. 1. mars 2009.
2. Ásta Kristinsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 5. október 1934 í Háagarði.

II. Síðari maður Jónu, (12. febrúar 1945), var Sveinn Guðnason frá Kotmúla í Fljótshlíð, bifreiðastjóri á Selfossi, síðast á Hvolsvelli, f. 17. nóvember 1911, d. 18. apríl 2003.
Börn þeirra:
3. Guðlaugur Þórir Sveinsson plötu- og ketilsmiður í Þorlákshöfn, f. 30. október 1940 á Stórólfshvoli.
4. Guðsteinn Ingi Sveinsson í Sandgerði, bakari í Keflavík, f. 4. september 1945 á Selfossi, d. 30. júlí 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.