Jóna Þorgerður Gunnlaugsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jóna Þorgerður Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík fæddist 2. október 1917 á Norðfirði og lést 25. október 1987.
Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Ásmundsson sjómaður, f. 19. apríl 1885 á Karlsstöðum Vöðlavík í S-Múl., d. 19. febrúar 1951, og kona hans Þorgerður Guðrún Jónsdóttir frá Dölum, f. 26. maí 1896 á Bólstað í Mýrdal, d. 5. febrúar 1933.

Börn Gunnlaugs og Guðrúnar voru:
1. Jóna Þorgerður Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 2. október 1917 á Norðfirði, d. 25. október 1987.
2. Matthías Vilhjálmur Gunnlaugsson bifreiðastjóri, bílasali í Reykjavík, f. 24. júlí 1919, d. 21. mars 1973. Kona hans var Steinunn Loftsdóttir.
3. Ásmundur Þórarinn Gunnlaugsson, f. 6. mars 1921 í Framtíð, d. 24. ágúst 1921.
4. Ástvaldur Gunnlaugsson verkamaður, verktaki í Reykjavík, f. 3. september 1924 í Framtíð, d. 11. apríl 2007.

Jóna Þorgerður var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim frá Norðfirði til Eyja 1918, bjó með þeim í Dölum 1920, í Framtíð 1921 og enn 1927, í Landlyst 1930, í Sandprýði 1933.
Guðrún móðir hennar lést 1933.
Börnin voru með föður sínum á Þingeyri 1934.
Jón Þorgerður hóf búskap með Guðjóni í Reykjavík 1937, eignaðist með honum sjö börn, en þau skildu 1958. Hún bjó með tveimur barna sinna á Velli við Miðstræti 30 1972.
Jóna bjó síðast í Hæðargarði 32 í Reykjavík. Hún lést 1987.

I. Maður Jónu Þorgerðar var Guðjón Gíslason frá Suður-Nýjabæ í Ásahreppi, Rang., f. 13. ágúst 1912, d, 25. október 1991. Foreldrar hans voru Gísli Gestsson bóndi, f. 8. september 1878, d. 9. apríl 1979, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir, húsfreyja, f. 24. júní 1886. Guðjón var bróðir Kjartans Runólfs Gíslasonar fisksala og hálfbróðir, samfeðra, Guðmundar Kristins Gíslasonar verkamanns, lifrarbræðslumanns á Brekastíg 31.
Börn þeirra:
1. Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja á Foldahrauni 40, f. 10. mars 1938. Maður hennar er Helgi Marinó Sigmarsson sjómaður.
2. Ágúst Guðjónsson sjómaður, f. 16. október 1940, d. 14. nóvember 1992, ókv.
3. Gunnlaugur Viðar Guðjónsson matsveinn, kaupmaður í Reykjavík eftir Gos, f. 31. desember 1941, d. 20. júní 2010. Kona hans var Ágústa Ágústsdóttir húsfreyja.
4. Gísli Guðgeir Guðjónsson matsveinn, f. 12. ágúst 1944. Kona hans er Guðrún Alexandersdóttir.
5. Ófeigur Reynir Guðjónsson verkamaður í Reykjavík, f. 22. október 1947. Sambúðarkona hans Jona Olsen.
6. Dagbjörg Erna Guðjónsdóttir, f. 4. október 1948, d. 8. apríl 2011. Hún bjó með Reyni Sigurlássyni frá Reynistað, f. 6. janúar 1946, d. 1. mars 1979.
7. Stefán Sævar Guðjónsson matreiðslumeistari, f. 1. desember 1950. Kona hans er Sif Svavarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.