„Jón Westmann“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Jón Jónsson Westmann''' fæddist að Kirkjubæ einhverntíman á milli 1595 og 1612, en heimildum ber ekki saman um fæðingardag hans. Hann var sonur [[Jón Þorsteinsson|Jóns Þorsteinssonar]], prests að Kirkjubæ og konu hans [[Margrét Jónsdóttir|Margrétar Jónsdóttir]].
'''Jón Jónsson Westmann''' fæddist að [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] einhverntíman á milli 1595 og 1612, en heimildum ber ekki saman um fæðingardag hans. Hann var sonur [[Jón Þorsteinsson|Jóns Þorsteinssonar]], prests að Kirkjubæ og konu hans [[Margrét Jónsdóttir|Margrétar Jónsdóttir]].


Jón var líklega yngstur systkina sinna, en margt bendir til þess að hann hafi verið 15 ára gamall árið 1627, þegar að [[tyrkjaránið]] á sér stað. Tyrkirnir drápu föður hans, og hann var numinn brott með móður sinni og systur, Margréti (alnöfnu móður sinnar).
Jón var líklega yngstur systkina sinna, en margt bendir til þess að hann hafi verið 15 ára gamall árið 1627, þegar að [[tyrkjaránið]] á sér stað. Tyrkirnir drápu föður hans, og hann var numinn brott með móður sinni og systur, Margréti (alnöfnu móður sinnar).

Útgáfa síðunnar 4. ágúst 2005 kl. 16:48

Jón Jónsson Westmann fæddist að Kirkjubæ einhverntíman á milli 1595 og 1612, en heimildum ber ekki saman um fæðingardag hans. Hann var sonur Jóns Þorsteinssonar, prests að Kirkjubæ og konu hans Margrétar Jónsdóttir.

Jón var líklega yngstur systkina sinna, en margt bendir til þess að hann hafi verið 15 ára gamall árið 1627, þegar að tyrkjaránið á sér stað. Tyrkirnir drápu föður hans, og hann var numinn brott með móður sinni og systur, Margréti (alnöfnu móður sinnar).

Hann hlaut menntun í Algeirsborg, og komst til metorða þar — þar sem að hann var mjög skapstór og harðfengur, þá komst hann í tign skipstjóra og yfirforingja hjá sjóræningjum. Hann ferðaðist svo frá Algeirsborg í margar ferðir, undir nafninu Jón Westmann. Í einni ferð er sagt að hann hafi snúið heim til El Jezair (Algeirsborg) með tuttugu skip sem hann hafði hertekið.

Að lokum beið hann ósigur í orrustu á eyjunni Möltu, og átti eftir það að vera brenndur á báli. Hann var keyptur af spænskum manni, og dvaldist hjá honum um hríð , og sögur fara af tafli þeirra á milli.

Árið 1646 átti hann leið til Kaupmannahafnar, en þar fékk hann starf sem sjókortagerðarmaður konungs, en einnig er talið að hann hafi unnið verkfræðileg afrek í Kaupmannahöfn, m.a. hafnargerð.

Hann giftist danskri konu rétt fyrir dauða sinn þann 29. mars 1651, en þau áttu áður eina dóttur, Margrete.


Heimildir

  • Íslendingabók, [1]
  • Eyjar í gegnum aldirnar, e. Guðlaug Gíslason.