Jón Sverrisson (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. júní 2015 kl. 21:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. júní 2015 kl. 21:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Til aðgreiningar)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Sverrisson fæddist 22. janúar 1871 í Nýjabæ í Meðallandi í V-Skaft. og lést í Reykjavík 5. mars 1968.

Jón Sverrisson og kona hans Sólveig Jónína Magnúsdóttir 1918.
Fjögur af börnum Jóns og Sólveigar, þau eldri, Sigurður og Magnea, og tvö yngri, Karl og Matthildur.

Foreldrar hans voru Sverrir Magnússon b. í Nýjabæ og k.h. Sigríður Jónsdóttir bónda í Eystra-Hrauni Arasonar.
Jón var kvæntur Sólveigu Jónínu Magnúsdóttur, f. 20. ágúst 1879, d. 21. apríl 1955, Bjarnasonar og einuðust þau 15 börn, sem lifðu. Þau voru: Einar, f. 1902; Sigurjón (Sigjón), f. 1906; Sigurður, f. 1898; Sverrir Magnús, f. 1900; Elías Theodór, f. 1901; Solveig Magnea, f. 1904; ; Lilja, f. 1907; Ingibjörg, f. 1908; Aðalheiður Svanhvít, f. 1910; Böðvar, f. 1911; Kjartan, f. 1914; Svanhildur, f. 1915; Rannveig, f. 1915; Karl, f. 1919, Matthildur, f. 1921.
Jón flutti til Vestmannaeyja ásamt fjölskyldu árið 1919 og settust þau að í Háagarði. Áður bjuggu þau í Álftaveri.
Jón lærði skósmíði 1886-89, en stundaði hana ekki. Hann var bóndi í Álftaveri í 24 ár, stundaði sjávarútveg í 7 ár. Hann var hluteigandi að Mínervu VE-241 ásamt Stefáni Árnasyni og Sigurði Jónssyni og sonum sínum. Mínerva fórst 24. janúar 1927 og fórust þar meðal annarra synir hans, Einar formaður og Sverrir Magnús.
Jón var hreppsnefndarmaður í Álftaveri 1901-1919, þar af oddviti í 15 ár. Hann var daglaunamaður í 3 ár, var yfirfiskimatsmaður í Eyjum frá 1922, bæjarfulltrúi í Eyjum 1927-30, sat í skattanefnd frá 1922. Hann var umboðsmaður Fiskifélagsins frá 1927, einn af stofnendum h.f. Skaftfellings í Vík, sláturfélagsdeildar Álftavers og deildarstjóri hennar í mörg ár, einn af stofnendum h.f. Drífanda í Eyjum og stofnfélagi í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1925. Til fiskþurrkunar stofnaði hann og var upphafsmaður að sjóveitu til fiskþvotta og annarra hreinlætisaðgerða. Ýmis önnur trúnaðarstörf voru honum falin.

Myndir


Heimildir

  • Hver er maðurinn? Rvk 1944.
  • Páll Oddgeirsson: Minningarrit. Vestmannaeyjum í marz 1952.
  • Blik 1959, bls. 26.
  • Vestur-Skaftfellingar.