Jón Stefán Sigurðsson (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Jón Stefán Sigurðsson)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Stefán Sigurðsson.

Jón Stefán Sigurðsson frá Götu, bóndi á Ketilsstöðum í Mýrdal fæddist 20. júlí 1926 í Götu og lést 13. september 1981.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson frá Ormsvelli í Hvolhreppi, verkamaður, f. 16. maí 1867, d. 30. desember 1939, og sambýliskona hans Vilborg Jónsdóttir frá Einholti á Mýrum, A-Skaft, húsfreyja, f. 24. apríl 1889, d. 19. mars 1949.

Börn Sigurðar og Vilborgar:
1. Gísli Ragnar Sigurðsson útgerðarmaður, f. 16. september 1916 á Kirkjubæ, d. 17. maí 1995.
2. Helga Sigurðardóttir húsfreyja, sambýliskona Sigurðar Loftssonar á Bakka í Landeyjum, f. 6. september 1918, d. 20. febrúar 1996.
3. Engilberta Ólafía Sigurðardóttir, f. 12. október 1920 á Búastöðum, d. 26. apríl 1975.
4. Jóhann Pétur Sigurðsson, f. 12. október 1923 í Götu, d. 8. ágúst 1956.
5. Jón Stefán Sigurðsson bóndi á Ketilstöðum í Mýrdal, f. 20. júlí 1926, d. 13. september 1981.
6. Benedikt Ragnar Sigurðsson, f. 4. nóvember 1934 í Götu, síðast á Akureyri, d. 21. mars 1993.

Jón var með foreldrum sínum fyrstu 10 ár sín, en fór þá í sveit að Presthúsum í Mýrdal, var þar léttadrengur. Hann sótti vertíðir í Eyjum um skeið, reri með Páli Ingibergssyni.
Jón var vinnumaður í Presthúsum 1940-1956.
Hann eignaðist barn með Eyglóu Báru 1948.
Þau Svandís giftu sig 1953, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Vík 1956-1958, voru bændur á Ketilsstöðum frá 1958.
Jón Stefán lést 1981 og Svandís 2018.

I. Barnsmóðir Jóns var Eygló Bára Pálmadóttir frá Götu, f. 7. janúar 1931, d. 21. október 2012.
Barn þeirra:
1. Guðjón Ingvi Jónsson, f. 11. október 1948. Kona hans Anna Brynhildur Bragadóttir

II. Kona Jóns Stefáns, (31. desember 1953), var Svandís Salómonsdóttir frá Ketilsstöðum, húsfreyja, f. þar 26. ágúst 1931, d. 26. desember 2018.
Börn þeirra:
2. Jón Kristinn Jónsson, f. 12. febrúar 1953. Kona hans Sigurlaug Gissurardóttir.
3. Vilborg Jónsdóttir, f. 28. ágúst 1954. Sambúðarmaður hennar Þorsteinn Sigjónsson.
4. Þórhildur Jónsdóttir, f. 29. júlí 1957. Barnsfaðir hennar Valdimar Gíslason.
5. Salómon Jónsson, f. 3. apríl 1961. Fyrrum kona hans Margrét Hjaltadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.