Jón Oddsson (Jónshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jón Oddsson tómthúsmaður í Jónshúsi, síðar bóndi á Bakka í A-Landeyjum fæddist 23. febrúar 1817 á Breiðabólsstað á Síðu og lést 2. desember 1894 á Tjörnum u. Eyjafjöllum.
Foreldrar hans voru Oddur Jónsson bóndi lengst og síðast í Þykkvabæ í Landbroti, f. 28. júní 1795 í Seglbúðum þar, d. 23. nóvember 1859 í Þykkvabæ, og fyrri kona hans Oddný Árnadóttir húsfreyja, f. 1787 í Hrífunesi í Skaftártungu, d. 3. september 1851 í Þykkvabæ.

Jón var með foreldrum sínum til ársins 1838, en þá fór hann í Landeyjar.
Hann fluttist vinnumaður úr Landeyjum til Eyja 1840.
Þau Sigríður misstu barnið Guðnýju 1844.
1845 var hann kvæntur sjómaður í Jónshúsi með Sigríði konu sinni og börnunum Árna 5 ára og Oddi 4 ára.
Þau fluttust að Bakka í A- Landeyjum 1847 með synina Árna 7 ára, Odd 6 ára og Jón eins árs. Á Bakka bjuggu þau 1849-1893.
Jón fluttist að Tjörnum og lést þar hjá Jóni syni sínum 1894.

I. Barnsmóðir Jóns var Þórunn Bjarnadóttir frá Mörk á Síðu, f. 5. júlí 1812, d. 1. apríl 1893.
Barn þeirra var
1. Bjarni lausamaður í Útskálasókn á Reykjanesi, f. 7. ágúst 1834, d. 9. apríl 1899.

II. Kona Jóns Oddssonar, (28. maí 1841), var Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1817, d. 25. janúar 1907.
Börn þeirra hér:
2. Árni Jónsson vinnumaður í Godthaab, f. 22. júlí 1841 í Eyjum, fluttist til Kaupmannahafnar 1867.
3. Oddur Jónsson bóndi í Landakoti á Reykjanesi, f. 12. september 1842 í Eyjum, d. 27. júlí 1913.
4. Guðný Jónsdóttir, f. 16. ágúst 1844, d. 22. ágúst 1844 úr ginklofa.
5. Jón Jónsson bóndi og formaður á Tjörnum og Seljalandi u. Eyjafjöllum, f. 15. nóvember 1845 í Eyjum, d. 5. desember 1918.
6. Loftur Jónsson, f. 12. september 1847, d. 18. september 1847 úr ginklofa.
Börn fædd utan Eyja:
7. Loftur Jónsson, f. 30. október 1848, d. 4. nóvember 1848.
8. Þóra Jónsdóttirhúsfreyja á Syðri-Völlum á Vatnsnesi, f. 10. mars 1850, d. 10. júlí 1892.
9. Oddný Jónsdóttir húsfreyja á Bakka í A-Landeyjum, f. 21. apríl 1852, d. 30. mars 1947.
10. Kristín Jónsdóttir bústýra í Efri-Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum, vinnukona í Breiðholti 1910, síðar ábúandi í Nesi (nálægt Bakka), saumakona, f. 24. september 1853, d. 4. júlí 1942 á Stórólfshvoli.
11. Sigríður Jónsdóttir, húsfreyja í Móum á Kjalarnesi, f. 8. júní 1855, d. 6. apríl 1937.
12. Þorgerður Jónsdóttir húsfreyja í Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, f. 20. mars 1857, fluttist til Utah.
13. Guðný Jónsdóttir í Hólshúsi, f. 16. júlí 1858 á Bakka, d. 20. desember 1891 í Utah.
14. Þórdís Jónsdóttir, f. 2. september 1859, fór til Danmerkur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.