Jón Magnússon (formaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. maí 2014 kl. 19:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. maí 2014 kl. 19:43 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Magnússon


Jón Magnússon, Vallartúni, fæddist 10. október 1889 að Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og lést 3. desember 1964 á Húsavík. Foreldrar hans voru Magnús Eyjólfsson og Guðlaug Guðmundsdóttir. Einkadóttir Jóns var Sigrún, búsett á Húsavík.

Jón tók þátt í öllum þeim störfum sem að fylgdu búskapnum á Kirkjubæ og síðar Gísla á Búastöðum. Jón var afburðagóður fjallamaður og kjarkmikill. Hann fór fyrir Kirkjubæjarmönnum í öllum úteyja- og fjallaferðum í áratugi.

Hann byrjaði að róa á árabát með Ísleifi á Kirkjubæ. Jón hóf formennsku árið 1910 á Ísak og var formaður til ársins 1940 á hinum ýmsu bátum. Hann átti fjóða hlut í Braga og stýrði honum í 11 vertíðir.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Jón Magnússon (formaður)


Heimildir

  • Eyjólfur Gíslason. Minning mætra manna. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1965.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.