Jón Kjartansson (Húsavík)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Jón Ólafur Kjartansson.

Jón Ólafur Kjartansson frá Húsavík, sjómaður, vélstjóri, verkamaður, verkalýðsforingi fæddist 10. júlí 1930 á Eystri-Oddsstöðum og lést 13. desember 2016.
Foreldrar hans voru Kjartan Ólafsson frá Miðhúsum, yfirfiskimatsmaður í Húsavík, f. 17. september 1894 í Reykjavík, d. 3. ágúst 1960, og kona hans Helga Jónsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 18. júlí 1902, d. 29. desember 1949.

Barn Kjartans Ólafssonar:
1. Henning Kristinn Kjartansson verslunar-og verkstæðiseigandi í Keflavík, f. 3. desember 1919, d. 8. apríl 2010.
Börn Kjartans og Helgu Jónsdóttur:
2. Jón Ólafur Kjartansson verkamaður, vélstjóri, fiskimatsmaður, verkalýðsforingi, f. 16. júlí 1930 á Eystri-Oddsstöðum, d. 13. desember 2016.
3. Brynjólfur Kjartansson, f. 1. júlí 1931 á Eystri-Oddsstöðum, d. 12. júní 1934.
4. Margrét Rósa Kjartansdóttir húsfreyja og bóndi á Staðarbakka á Snæfellsnesi, f. 25. febrúar 1936 í Húsavík.

Jón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk gagnfræðaprófi 1947 og minna vélstjóraprófi í Eyjum 1952.
Hann var sjómaður og vélstjóri á ýmsum Eyjabátum, verkamaður og fiskimatsmaður.
Jón átti gildan þátt í verkalýðsmálum og var m.a. formaður verkalýðsfélags Vestmannaeyja, fulltrúaráðsins og Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Þá var hann einn af stofnendum Verndaðs vinnustaðar í Eyjum og stjórnarformaður frá stofnun hans 1982 til 1992.
Hann var líka í stjórn Verkamannasambandsins um árabil og í forystu um uppbyggingu og framkvæmd fræðslu fyrir fiskverkafólk.

Þau Sigríður giftu sig 1951, bjuggu í Húsavík 1950, á Skjaldbreið 1952 og enn 1957, síðar í Húsavík, en fluttust að Hjarðarholti við Vestmannabraut 69 nokkru fyrir Gos og bjuggu þar síðar. Þau eignuðust 6 börn.
Sigríður lést 1983 og Jón 2016.

Kona Jóns, (18. júlí 1951), var Sigríður Angantýsdóttir húsfreyja frá Siglufirði, f. 1. apríl 1932 á Geirseyri, d. 18. desember 1983.
Börn þeirra:
1. Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur í Reykjavík, f. 1. september 1950 í Húsavík.
2. Kjartan Jónsson netagerðarmaður á Stokkseyri, gangavörður í Reykjavík, f. 5. október 1952 á Skjaldbreið.
3. Helga Jónsdóttir húsfreyja, framkvæmdastjóri í Eyjum, f. 11. ágúst 1955 á Skjaldbreið.
4. Ástþór Jónsson stýrimaður og útgerðarmaður, verslunarstjóri, f. 26. ágúst 1957 á Skjaldbreið.
5. Heimir Jónsson stýrimaður, tölvufræðingur, forstöðumaður, f. 13. desember 1963 í Húsavík.
6. Jóhanna Ýr Jónsdóttir húsfreyja, sagnfræðingur, þýðandi, f. 25. nóvember 1974 á Sjúkrahúsinu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Jóhanna Ýr Jónsdóttir.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 14. janúar 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.