Jón Jónsson (Hlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Jónsson“


Jón.


Jón Jónsson, Hlíð, fæddist að Borgarhól í Landeyjum 21. október 1878. Jón fluttist alfarið til Vestmannaeyja 1898 og var síðar sjómaður á opnu skipi. Hann lét byggja sjálfur mótorbát í Eyjum sem var Kapitóla og hafði hann formennsku á henni í tvö ár. Þá hættir hann sjómennsku en stundaði útgerð fram yfir 1940. Hann var í bæjarstjórn frá 1928-1930. Jón var mikið í félagsmálum og tók þátt í hinum ýmsu félagsstörfum í Vestmannaeyjum Jón lést 23. september 1954.

Myndir


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.