Jón Guðmundsson (sýslumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Guðmundsson


Jón Guðmundsson var sýslumaður Vestmannaeyja frá 1798 til 1801. Foreldrar hans voru séra Guðmundur Jónsson að Krossi í Landeyjum og Guðrún Halldórsdóttir frá Stað í Steingrímsfirði. Jón stundaði nám í Skálholtsskóla í þrjá vetur, fór svo utan og tók stúdentspróf frá Hróarskelduskóla. Jón lauk prófi í lögum frá háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1798. Hann fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjasýslu sama ár og sat hana til ársins 1801. Hann fékk veitingu fyrir Vestur-Skaftafellssýslu árið 1801. Kona hans var Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Fljótsdal. Þau bjuggu í Stakkagerði. Börn þeirra voru fjögur.



Heimildir