Jón Guðmundsson (Smiðjunni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jón Guðmundsson frá Smiðjunni fæddist 1. apríl 1859 og hrapaði til bana 3. júní 1873.
Foreldrar hans voru Guðmundur Eiríksson og kona hans Kristín Björnsdóttir.

Kristín móðir Jóns dó er hann var á fyrsta ári. Hann var niðursetningur í Götu 1860-1864, á Kirkjubæ 1865-1866, í Presthúsum 1867, á Oddsstöðum 1868-1872 og á Vesturhúsum, er hann lést. Hann hrapaði úr Flugum 1873.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.