Jón Guðmundsson (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jón Guðmundsson vinnumaður á Búastöðum fæddist 22. júlí 1820 og lést 18. febrúar 1869.
Foreldrar hans voru Guðmundur Höskuldsson frá Gularáshjáleigu í A-Landeyjum, bóndi í Gvendarkoti í Þykkvabæ, f. 26. mars 1798 á Krossi í A-Landeyjum, d. 1. júní 1859, og kona hans Helga Grímsdóttir frá Miðey í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 23. júlí 1790, d. 17. janúar 1862.

Móðursystur Jóns í Eyjum voru:
1. Gróa Grímsdóttir húsfreyja á Búastöðum, f. 17. júlí 1797, d. 18. júlí 1869, kona Páls Jenssonar bónda
2. Una Grímsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 17. apríl 1792, d. 13. september 1824, fyrri kona Odds Jónssonar bónda.

Jón var var 15 ára sveitarlimur í Hólmum í Krosssókn 1835, 21 árs vinnumaður þar 1840, kom til Eyja 21 árs, ókvæntur vinnumaður hjá Ringsted kaupmanni 1841, vinnumaður í Miðey í A-Landeyjum 1845, vinnumaður hjá Gróu móðursystur sinni á Búastöðum 1850.
Hann var vinnumaður á Búastöðum við fæðingu Halldórs 1855 og enn 1860.
Jón lést 1869.

I. Barnsmóðir Jóns var Guðbjörg Guðmundsdóttir, þá vinnukona á Búastöðum, f. 1817, d. 13. febrúar 1871.
Barnið var
1. Halldór Jónsson, síðar bóndi í Elínarhúsi, f. 19. febrúar 1855, d. 23. júní 1890.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.