Jón Guðjónsson (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Jón

Jón Guðjónsson fæddist 2. ágúst 1903 að Oddsstöðum og lést 12. febrúar 1967. Hann var sonur Guðjóns Jónssonar og Guðlaugar Pétursdóttur en ólst upp hjá móðurbróður sínum Jóni Péturssyni og Rósu Eyjólfsdóttur. Hann ólst upp hjá þeim í Þorlaugargerði eystra og tók við búskap þar árið 1944. Eiginkona Jóns var Guðrún Jónsdóttir frá Suðurgarði. Dóttir þeirra, Ingibjörg Jónsdóttir, býr í Þorlaugargerði en sonur þeirra, Sigurgeir býr í Gvendarhúsi. Þau Jón og Guðrún ólu einnig upp Önnu Jóhönnu Oddgeirs. Auk þess að stunda búskap í Þorlaugargerði, stundaði Jón sjó á vetrarvertíðum, lengst af með Þorgeiri Jóelssyni á Lunda VE. Þá var hann einnig lærður skipasmiður og vann lengi við þá iðn í Austurslippnum hjá Gunnari Marel Jónssyni.

Myndir