Jón Gíslason (Presthúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júlí 2015 kl. 20:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júlí 2015 kl. 20:38 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jón Gíslason frá Presthúsum fæddist 23. nóvember 1848.
Foreldrar hans voru Gísli Jónsson bóndi, lóðs og hreppstjóri í Presthúsum, f. 11. apríl 1803, d. 28. ágúst 1861 og síðari kona hans Guðrún Valtýsdóttir húsfreyja, f. 1806, d. 6. júní 1866.

1. Systir Jóns var Kristbjörg Gísladóttir, síðar húsfreyja á Seyðisfirði.
Hálfsystir Jóns, sammædd, var
2. Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 10. febrúar 1833, d. 30. ágúst 1906, kona Ísaks Jakobs Jónssonar bónda.

Jón var með foreldrum sínum í bernsku, en faðir hans lést af slysförum í Stórhöfða 1861, er Jón var á 13. árinu.
Hann var með móður sinni í Presthúsum í lok árs 1861 og 1862, léttadrengur í Túni 1863 og enn 1865, vinnumaður þar 1866-1867, vinnumaður í London 1868 og enn 1870, en fór til Kaupmannahafnar frá London á því ári.
Jón var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.