Jón Finnbogi Bjarnason

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Bjarni og Magnús standa hjá sitjandi föður sínum.

Jón Finnbogi Bjarnason frá Ármúla í N-Ís. fæddist 28. febrúar 1886 og lést 9. júní 1953.
Jón var lærður smiður. Hann bjó í Hnífsdal og Ísafirði fram yfir 1920, var um skeið lögregluþjónn á Ísafirði, en flutti síðan til Eyja. Þar stundaði hann m.a. veitingastörf í Nýja bíó.
Fyrri kona hans var Margrét María Pálsdóttir frá Eyri við Ísafjörð, f. 16. september 1884, d. 6. apríl 1922.
Börn þeirra voru:
Páll Jónsson, f. 1909, d. um 1927,
Ragnhildur Ásgeirsdóttir, f. 1910, húsfreyja. Hún varð kjörbarn séra Ásgeirs Ásgeirssonar frá Hvammi og Ragnhildar föðursystur sinnar.
Bjarni Gíslason Jónsson, f. 28. september 1911, útgerðarmaður og skipstjóri, síðar verkstjóri í Garðshorni.
Jónína Guðrún Jónsdóttir, f. 1914, d. 1915,
Magnús Jónsson, f. 6. ágúst (7. ágúst annarsstaðar) 1916, kennari við Barnaskólann og bókari við Sparisjóðinn, síðar skólastjóri Gagnfræðaskóla verknáms í Rvk.
Ásgeir Jónsson, f. 1919, fulltrúi í Rvk.
Síðari kona Jóns Finnboga var Guðlaug Guðlaugsdóttir ættuð úr Þykkvabæ. Þau voru barnlaus.

Myndir


Heimildir