Jón Eyjólfsson undirkaupmaður

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jón Eyjólfsson „undirkaupmaður“ við Garðsverslun fæddist (1745) og lést 1781.
Faðir hans var Eyjólfur Jónsson bóndi á Kirkjubæ, en meðal fólks var hann talinn sonur Hans Klog kaupmanns.

Jón var titlaður undirkaupmaður, einhverskonar verslunarstjóri, hjá Hans Jensen Klog kaupmanni (yfirkaupmanni) í Danskagarði og bjó á Gjábakka. Hann var talinn auðugur og kallaður Jón ríki. Fyrir því mun þó hafa verið lítill fótur. Við andlát hans reyndist lítill auður í garði.
Hann lést, þegar börn hans voru á æskuskeiði, og kostaði Klog að einhverju leyti uppeldi þeirra.

I. Kona hans, (um 1771-2), var Hólmfríður Benediktsdóttir húsfreyja frá Ofanleiti, síðar bóndi á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, f. 1746, d. 24. júlí 1784.
Börn þeirra:
1. Þuríður Jónsdóttir húsfreyja á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, f. 4. janúar 1772, d. 11. maí 1833. Maður hennar var Páll Guðmundsson bóndi, verslunarfulltrúi í Bakkahjáleigu.
2. Anna María Jónsdóttir húsfreyja í Fljótsdal í Fljótshlíð, f. 1776, d. 11. september 1836. Maður hennar var Erlingur Guðmundsson bóndi.
3. Páll Jónsson („skáldi”), prestur að Kirkjubæ, f. 9. júlí 1780 á Gjábakka, drukknaði í Eystri-Rangá 12. eða 15. september 1846. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir ljósmóðir.
4. Jón Jónsson, f. 1781. Hann fluttist utan.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gamalt og nýtt. Útgefandi: Einar Sigurðsson. Vestmannaeyjum 1949-1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skrudda II ─ Páll skáldi – Kveðskapur, sagnir og munnmæli. Ragnar Ásgeirsson. Búnaðarfélag Íslands 1958.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.