Jón Eyjólfsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jón Eyjólfsson bóndi og sjómaður á Kirkjubæ fæddist 1862 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum og fórst 20. maí 1901, drukknaði í álnum suður af Bjarnarey.

Ætt og uppruni

Foreldrar Jóns voru Eyjólfur bóndi á Yztabæli u. Eyjafjöllum, f. 10. október 1824, d. 4. október 1863, Magnúsar frá Knopsborg á Seltjarnarnesi, bónda á Yztabæli 1816, f. 1786, d. 1855, Jóns húsmanns í Knopsborg, f. 1750, d. 1788, Þorsteinssonar og seinni konu Magnúsar bónda (11. nóvember 1822), Margrétar húsfreyju, f. 1790, d. 1848, Eyjólfsdóttur.
Móðir Jóns á Kirkjubæ og kona Eyjólfs var Ingibjörg húsfreyja á Yztabæli, en var á Kirkjubæ í Eyjum 1901 og 1910, f. 22. apríl 1835, d. 7. marz 1915, Jóns bónda á Rauðafelli, f. á Ytri-Sólheimum 1795, d. 1860, Einars, f. 1759, d. 1801, Sigurðssonar og konu Jóns á Rauðafelli, Ingibjargar húsfreyju, f. 1794, Hjörleifsdóttur.

Bróðir Jóns var Magnús Eyjólfsson bóndi og járnsmiður á Kirkjubæ, f. 17. mars 1860, d. 24. júlí 1940, kvæntur Guðlaugu Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 27. maí 1855, d. 20. nóvember 1931.

Lífsferill

Jón missti föður sinn, er hann var á fyrsta ári. Hann var settur niður í Steinum u. Eyjafjöllum. Var hann þar niðursetningur 1870, vinnumaður þar 1880. Hann fluttist til Eyja og var vinnumaður á Vilborgarstöðum 1890, síðar bóndi og sjómaður í Vestri-Staðarbæ á Kirkjubæ.
Jón var félagi í Framfarafélaginu 1895.
Hann fórst með áraskipinu Sjólyst 20. maí 1901 í álnum suður af Bjarnarey.

Kona Jóns (8. október 1892) var Sigríður Sighvatsdóttir húsfreyja, f. 1864, d. 12. september 1902. Foreldrar hennar voru Sighvatur Sigurðsson bóndi á Vilborgarstöðum og k.h. Björg Árnadóttir húsfreyja.
Börn þeirra Sigríðar voru:
1. Kristján Loftur Jónsson, f. 13. júlí 1891, d. 2. maí 1981. Hann ólst upp hjá hjónunum í Háagarði, Þorsteini Ólafssyni og Ingibjörgu Hjörleifsdóttur.
2. Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 18. júní 1893, d. 27. mars 1894.
3. Kjartan Jónsson, síðar bókbindari á Búastöðum, f. 3. desember 1896, d. 3. desember 1940. Hann var í Framnesi og á Búastöðum.
4. Sigurður Björgvin Jónsson, f. 28. maí 1899, d. 30. janúar 1914. Hann var niðursetningur í Gvendarhúsi 1910.
5. Jónína Sigríður Jónsdóttir, f. 16. nóvember 1901, d. 6. maí 1922.
6. Barn Sigríðar: Júlíana Guðríður Ingveldur Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.