Jón Einar Konráðsson (Nöjsomhed)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Jón Einar Konráðsson)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Einar Konráðsson frá Nöjsomhed, bifreiðastjóri, sjómaður, starfsmaður Reykjavíkurborgar fæddist 10. október 1909 á Norðfirði og lést 28. júlí 1985.
Foreldrar hans voru Konráð Ingimundarson sjómaður, f. 26. júní 1886, d. 6. júlí 1957, og kona hans Guðrún Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1887, d. 3. febrúar 1967.

Börn Guðrúnar Sigríðar og Konráðs voru:
1. Jón Einar Konráðsson sjómaður, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 10. október 1909 á Norðfirði, d. 28. júlí 1985.
2. Nikólína Guðfinna Konráðsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. maí 1912 í Götu, d. 9. janúar 1991. Hún var í fóstri á Steinsstöðum 1917.
3. Pálína Mundína Sigurveig Konráðsdóttir, f. 17. september 1913 í Götu, dó 16. júní 1918 af brunasárum eftir slys í Þvottalaugunum í Reykjavík. Hún var fóstruð á Kirkjubæ 1917.
4. Concordia Konráðsdóttir (Níelsson) húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 28. apríl 1915 í Götu, d. 24. október 2004. Hún var í fóstri í Nýjabæ 1917.
5. Sigríður María Konráðsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1916 í Eyjum, d. 16. mars 2003.
6. Símon Ingvar Konráðsson málari í Reykjavík, f. 17. júní 1919 í Reykjavík, d. 29. september 2008.
7. Sigurveig Stella Konráðsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. febrúar 1922, d. 13. mars 2007.
8. Ágúst Ingimundur Konráðsson verkamaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1923, d. 4. febrúar 1982.
9. Elínberg Sveinbjörn Konráðsson, f. 28. apríl 1928, d. 28. júlí 2006.

Jón var með foreldrum sínum í fyrstu, í Nöjsomhed 1910, en fór í fóstur til Sigurveigar ömmu sinnar í Mýrdal.
Hann fluttist til Reykjavíkur, var bifreiðastjóri hjá Þrótti 1947-1959, þá sjómaður meðan heilsan leyfði, en vann síðan í áhaldahúsi hjá Reykjavíkurborg.
Þau Þórey giftu sig, eignuðust fimm börn.
Þórey lést 1978 og Jón Einar 1985.

I. Kona Jóns Einars var Þórey Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 25. apríl 1912, d. 26. nóvember 1978. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Bjarnason verkamaður, f. 5. maí 1878, d. 5. febrúar 1963, og kona hans Elín Sölvadóttir húsfreyja, f. 21. mars 1888, d. 22. maí 1934.
Börn þeirra:
1. Sigurður Ellert Jónsson vagnstjóri í Svíþjóð.
2. Sveinbjörn Jónsson verkamaður. Sambúðarkona hans Valgerður Halldórsdóttir.
3. Ragnar Jónsson öryrki.
4. Guðlaugur Jónsson sjómaður.
5. Eyþór Sölvi Jónsson vörubílstjóri, sjómaður, f. 26. september 1941. Kona hans Guðrún Gísladóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Maður og bíll : vörubílstjórafélagið Þróttur : saga og félagatal 1931-1987. Ingólfur Jónsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.