Jón Bergur Jónsson (eldri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. desember 2017 kl. 15:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. desember 2017 kl. 15:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Jónsson


Jón Bergur Jónsson eldri.

Jón Bergur Jónsson eldri frá Ólafshúsum fæddist 10. ágúst 1864 að Hörgslandi á Síðu og lést 16. apríl 1952.
Faðir hans var Jón, síðar (1879-1901) bóndi á Hólmum í Landeyjum og Skálholti í Biskupstungum (1901-1911), oddviti A-Landeyjahrepps og formaður Búnaðarfélags A-Landeyja, f. 1. febrúar 1843 í Mosakoti á Síðu, d. 19. ágúst 1924 að Skúfslæk í Flóa, Bergsson bónda á Fossi á Síðu, f. 15. júlí 1814 á Hörgslandi á Síðu, d. 6. nóvember 1875 á Fossi þar, Jónssonar bónda og spítalahaldara á Hörgslandi 1813-1853, Jónssonar, og þriðju konu Jóns spítalahaldara, Þorbjargar húsfreyju, f. 1789, Bergsdóttur.
Móðir Jóns Bergssonar á Hólmum og kona Bergs bónda á Fossi var Guðleif húsfreyja, f. 12. október 1806 í Eystri-Dalbæ í Landbroti, d. 5. febrúar 1859 á Fossi á Síðu, Helgadóttir bónda á Þverá á Síðu, f. 1749, d. 26. júní 1811, Þorsteinssonar, og konu Helga, Ólafar húsfreyju, f. 1761 á Hnappavöllum í Öræfum, d. 16. október 1825 á Þverá á Síðu.

Móðir Jóns Bergs í Ólafshúsum og barnsmóðir Jóns Bergssonar var Þóra frá Hörgslandskoti á Síðu, bústýra og vinnukona víða, f. 11. apríl 1833, d. 7. júlí 1916 á Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, Stefánsdóttir bónda í Hörglandskoti, f. 1796 í Meðallandi, d. 10. júlí 1868 í Hörglandskoti, Jónssonar bónda á Ytri-Ásum í Skaftártungu, f. 1769, d. 1801, Jónssonar, og konu hans, Sigríðar húsfreyju, f. 1772 á Undirhrauni í Meðallandi, d. 9. júní 1822 á Syðri-Steinsmýri þar, Jónsdóttur.
Móðir Þóru frá Hörglandskoti og kona Stefáns í Hörglandskoti var Guðlaug húsfreyja, f. 30. mars 1804 í Hörglandskoti, d. 22. janúar 1837 þar, Pálsdóttir bónda í Hörglandskoti, f. 1781 í Hörglandskoti, Hreiðarssonar, og konu hans, Valgerðar húsfreyju, f. 1774, Jónsdóttur.

Jón Bergur eldri fluttist til Eyja 1892. Hann var bóndi, sjómaður og útvegsbóndi í Ólafshúsum.
Jón Bergur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans (15. nóvember 1895) var Elín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 5. desember 1865 á Búðarhóls-Austurhjáleigu í A-Landeyjum, d. 26. febrúar 1906.
Börn þeirra voru:
1. Sigurlín Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1896, d. 21. júní 1923. Hún var önnur kona Ólafs Ingileifssonar.
2. Jón Bergur yngri sjómaður, f. 15. júní 1900, d. 15. maí 1964.
3. Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. apríl 1902, d. 24. febrúar 1994. Hún var þriðja kona Ólafs Ingileifssonar.
4. Guðni Jónsson skipstjóri á Vegamótum, f. 6. janúar 1903, drukknaði 12. febrúar 1944.
II. Síðari kona Jóns Bergs var Jórunn Erlendsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1876, d. 28. desember 1963.
Börn Jóns Bergs og Jórunnar voru:
5. Erlendur Jónsson, f. 9. október 1908, d. 23. febrúar 1984.
6. Elín Jónsdóttir, f. 6. ágúst 1910, d. 6. mars 1993.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.