Jón Þorbjörnsson (Dalahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. desember 2013 kl. 16:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. desember 2013 kl. 16:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jón Þorbjörnsson''' frá Dalahjalli fæddist 1801 í Bakkaghjáleigu í A-Landeyjum og lést 3. október 1830 eftir hrap úr Fiskhellum.<br> Forel...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jón Þorbjörnsson frá Dalahjalli fæddist 1801 í Bakkaghjáleigu í A-Landeyjum og lést 3. október 1830 eftir hrap úr Fiskhellum.
Foreldrar hans voru Þorbjörn Jónsson tómthúsmaður í Dalahjalli, f. 1765, d. 20. febrúar 1811 og kona hans Kristín Þórólfsdóttir húsfreyja, f. 1765, d. 11. október 1830.

Jón var með móður sinni í Dalahjalli 1812-1816.
Hann var vinnumaður í Kornhól 1818 og á Ofanleiti 1823. Húsmaður í Brekkuhúsi var hann 1825, tómthúsmaður í „Jóns Þorbjarnarhúsi‟ 1825, en það hús mun vera hið sama og Jónshús, síðar Hlíðarhús og þar var Sigríður Einarsdóttir húsfreyja á sama aldri. Á árinu 1828 var hann aftur húsmaður í Brekkuhúsi, en kominn þaðan 1829, nú í Jónshús. Þar var Sigríður 1831 með Vigfúsi Bergssyni.
Jón lést 1830.

Kona Jóns, (11. júlí 1824), var Sigríður Einarsdóttir húsfreyja úr A-Landeyjum, skírð 4. janúar 1801, d. 4. desember 1897. Hún varð síðar kona Vigfúsar Bergssonar bónda í Stakkagerði.
Barn þeirra Jóns var
Páll Jónsson, f. 1. febrúar 1825, d. 8. febrúar 1825.


Heimildir