Jón Ólafsson (Sjólyst)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jón Ólafsson húsmaður í Sjólyst fæddist 26. apríl 1851 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi og lést 12. febrúar 1948 í Selkirk í Manitoba í Kanada.
Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson bóndi, síðast á Syðri-Steinsmýri, f. 5. ágúst 1810 á Undirhrauni í Meðallandi, d. 29. febrúar 1860 á Syðri-Steinsmýri, og kona hans Margrét Gissurardóttir húsfreyja, f. 4. desember 1812 í Rofabæ, d. 28. ágúst 1874 á Syðri-Steinsmýri.

Jón var með foreldrum sínum til 1877, var vinnumaður á Hunkubökkum á Síðu 1877-1878, á Flögu í Skaftártungu 1878-1881.
Þau Margrét komu bæði frá Kirkjulandi í A-Landeyjum að Sjólyst 1882, hann húsmaður, hún bústýra. Þau voru í húsmennsku í Sjólyst 1882-1884, hún ,,honum þjónandi,“ skráir presturinn 1883. Þau giftu sig 1884, fluttust til Kanada og settust að í Árnesbyggð á Nýja Íslandi, en bjuggu síðan í Selkirk.
Guðmundur fæddist þeim 1883. Hann fór vestur með þeim.

I. Barnsmóðir Jóns var Sigurveig Pálsdóttir, f. 5. nóvember 1843 á Hunkubökkum, d. 11. mars 1929.
Barn þeirra var
1. Guðjón Jónsson, f. 15. október 1878 á Hunkubökkum, verkamaður í Reykjavík, d. 5. nóvember 1964 í Reykjavík.

II. Kona Jóns, (25. maí 1884), var Margrét Þorbjörnsdóttir húskona í Sjólyst, f. 7. september 1853 í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu í A-Landeyjum, d. 1. maí 1959 í Kanada.
Barn þeirra í Eyjum var
2. Guðmundur Jónsson Ólafsson, f. 12. október 1883, d. 1947.
Börn Vestra:
3. Ólafur Jónsson Ólafsson í Vancouver.
4. Jóhann Maríus Jónsson Ólafsson, d. mánaðargamall.
5. Jóhann Jónsson Ólafsson tinsmiður í Selkirk.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 3. nóvember 1953, bls. 11 og 12.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.