Jónína Einarsdóttir (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Jónína Einarsdóttir.

Jónína Einarsdóttir frá Götu, húsfreyja, verkakona fæddist 13. nóvember 1926 í Pétursborg á Fáskrúðsfirði.
Foreldrar hennar voru Einar Runólfsson verkamaður í Götu, f. 14. mars 1892, d. 1. ágúst 1969, og kona hans Sigríður Magnúsína Guðmundsdóttir frá Ey, f. 23. janúar 1906, d. 6. september 1975. 2. nóvember 2013.

Börn Sigríðar og Einars í Götu voru:
1. Jóhann Ingvi Einarsson, f. 26. febrúar 1925 í Ey, d. 1939. Hann var fóstraður hjá Vilhjálmi Einari Magnússyni frá Presthúsum, ömmubróður sínum, verkamanni í Reykjavík og konu hans Ólöfu Eiríksdóttur.
2. Jónína Einarsdóttir verkakona, f. 13. nóvember 1926 í Pétursborg á Fáskrúðsfirði.
3. Guðbjörg Sigfríð Einarsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 23. september 1931 í Nýborg, d. 22. október 2013.
4. Rannveig Snót Einarsdóttir húsfreyja, f. 26. janúar 1934 í Steini, d. 15. nóvember 2007.
5. Jóhann Ingi Einarsson pípulagningamaður, bifreiðastjóri, f. 29. febrúar 1940 í Nýborg, d. 17. október 2021.

Jónína var með foreldrum sínum á Fáskrúðsfirði 1926, í Nýborg 1931, í Steini 1934 og í Nýborg 1940 og í Jómsborg í lok ársins. Hún var síðan með þeim í Götu.
Hún fór snemma í vist, vann við fiskverkun í Hraðfrystistöðinni og Vinnslustöðinni, vann í Netagerðinni og í Þvottahúsinu í nokkur ár fram að Gosi. Hún hefur búið í Nýborg frá 1978.

I. Barnsfaðir Jónínu var Pétur Ólafur Pálsson frá Héðinshöfða.
Barn þeirra:
1. Sigríður Erla Ólafsdóttir húsfreyja á Ásbrú í Reykjanesbæ, f. 6. október 1945 í Götu.

II. Barnsfaðir Jónínu var Hannes Arnar Guðmundsson sjómaður frá Akureyri, síðar útgerðarmaður í Grímsey, f. 22. júlí 1930.
Barn þeirra:
2. Linda Hannesdóttir húsfreyja, verslunarrekandi, f. 19. febrúar 1951 í Götu, d. 2. nóvember 2021. Maður hennar Gísli Ingólfsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.