Jóhannes Pétur Sigmarsson (Skálanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Jóhannes Pétur Sigmarsson.

Jóhannes Pétur Sigmarsson vélstjóri og múrarameistari fæddist 9. september 1929 í Skálanesi og lést 18. desember 2008.
Foreldrar hans voru Sigmar Bergvin Benediktsson skipstjóri, vélstjóri og íshússstjóri á Svalbarðseyri á Svalbarðsströnd, síðar í Eyjum, Keflavík og víðar, f. 25. október 1903 á Breiðabóli í Eyjafirði og kona hans Ingibjörg Ágústsdóttir húsfreyja, f. 16. desember 1903 í Vegg, d. 10. janúar 1991.

Börn Ingibjargar og Sigmars:
1. Ásta Sigmarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, heildsali, f. 3. nóvember 1925, d. 29. janúar 2019. Maður hennar Bjarni Sveinsson.
2. Jóhannes Pétur Sigmarsson múrari, vélstjóri í Njarðvík, f. 9. september 1929 í Skálanesi, d. 18. desember 2008. Kona hans Jóhanna Þorsteinsdóttir.
3. Sigurður Ingi Bergvin Sigmarsson búfræðingur, verslunarmaður í Reykjavík, f. 17. júlí 1934. Kona hans Lilja Þorsteinsdóttir.

Jóhannes tók minna vélstjórapróf 1950 í Eyjum.
Hann lauk sveinsprófi í múraraiðn 20. desember 1960, fékk meistararéttindi 31. maí 1965.
Jóhannes vann við vélstjórn og múrverk í Eyjum og síðan í Ytri-Njarðvík.
Þau Jóhanna eignuðust þrjú börn í Eyjum.

Kona hans, (29. ágúst 1953): Jóhanna Þorsteinsdóttir frá Eystri-Vesturhúsum, f. 25. mars 1930 í Efri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum, d. 21. nóvember 2000.
Börn þeirra:
1. Helga Jóhannesdóttir Carrougher, f. 14. desember 1950 á Vesturhúsum. Fyrrum maður hennar Guðjón Auðbergsson.
2. Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir atvinnurekandi í Mosfellsbæ, f. 6. desember 1953 á Kirkjubæjarbraut 4.
3. Sigmar Jóhannesson rafeindavirki á Akranesi, f. 5. júlí 1956 á Kirkjubæjarbraut 4. Kona Lára Dóra Oddsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Múraratal- og steinsmiða. Múrarafélag Reykjavíkur 1967.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.