Jóhanna Sigurðardóttir (Sólheimum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Kristín Sigurðardóttir frá Hlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja á Sólheimum fæddist 9. september 1880 og lést 20. október 1974.
Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson bóndi í Hlíð, f. 15. september 1849, d. 20. ágúst 1904, og kona hans Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1840 á Leiðvelli í Meðallandi, V-Skaft., d. 22. maí 1904.

Jóhanna var með foreldrum sínum í Hlíð í æsku.
Hún var vinnukona í Hlíð við gifting þeirra Sigurbergs 1914.
Þau Sigurbergur eignuðust tvö börn, en hann lést 1916.
Jóhanna var bústýra hjá Jónasi Sigurðssyni í Hlíð 1918, með börnin hjá sér og enn í lok árs 1923, en þá var Ólafur Ólafsson húsmaður á Eyvindarhólum með Kjartan son sinn hjá sér.
Jóhanna eignaðist Sigurbjörgu í Hlíð í desember 1923. Hún er enn bústýra í Hlíð í lok árs 1924, nú með þrjú börn sín hjá sér og Ólafur var enn á Eyvindarhólum með Kjartan son sinn, námsmann hjá sér. Jóhanna var enn bústýra hjá Jónasi Sigurðssyni í Hlíð með börnin 1925 og 1927.
Hún fluttist til Eyja 1928 með Sigurbjörgu, bjó með Ólafi á Sólheimum.
Ólafur lést 1956 og Jóhanna Kristín 1974.

I. Maður Jóhönnu Kristínar, (10. júlí 1914), var Sigurbergur Einarsson frá Raufarfelli, bóndi, f. þar 30. október 1886, d. 23. mars 1916.
Börn þeirra:
1. Vilborg Guðjóna Sigurbergsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1913 í Hlíð, d. 27. október 1990. Maður hennar Guðni Runólfsson.
2. Eyþór Sigurbergsson verkamaður í Eyjum, f. 29. apríl 1915, d. 22. nóvember 1972, ókvæntur.

III. Sambýlismaður Jóhönnu var Ólafur Ólafsson kaupmaður á Sólheimum, f. 8. ágúst 1873 í Stóru-Mörk u. V-Eyjafjöllum, d. 8. apríl 1956.
Barn þeirra:
3. Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, kaupkona, f. 12. desember 1923 í Hlíð u. Eyjafjöllum, d. 8. janúar 2020 á Hrafnistu í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.