Jóhanna Jónsdóttir (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jóhanna Jónsdóttir frá Háagarði fæddist 24. júlí 1857 og drukknaði 13. júní 1872.
Foreldrar hennar voru Jón Magnússon húsmaður í Háagarði, síðar sjávarbóndi í Stóra-Gerði, f. 22. mars 1823, d. 9. nóvember 1907, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsmannskona, síðan húsfreyja í Stóra-Gerði, f. 21. október 1824, d. 3. júlí 1902.

Jóhanna var með foreldrum sínum í Háagarði 1860 og í Gerði 1870.
Hún drukknaði af skipi í landferð 1872, 15 ára.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.