Jóhanna Gísladóttir (Búhamri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. júní 2020 kl. 16:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. júní 2020 kl. 16:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jóhanna Gísladóttir''' húsfreyja, fæddist 14. júní 1951 í Reykjavík. <br> Foreldrar hennar voru [[Gísli Friðrik Jóhannsson (Hlíðarhúsi)|Gísli Friðrik Jóhannsson]...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Gísladóttir húsfreyja, fæddist 14. júní 1951 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Gísli Friðrik Jóhannsson frá Hlíðarhúsi, múrari, f. þar 22. janúar 1906, d. 4. nóvember 1980, og síðari kona hans Jóna Margrét Kristjánsdóttir frá Heiðarbrún, húsfreyja, f. þar 13. janúar 1915, d. 2. janúar 1971.

Börn Gísla Friðriks og Stefaníu Erlingsdóttur:
1. Haukur Hafsteinn Gíslason rakarameistari í Borgarnesi, tónlistarmaður, tónlistarkennari, f. 20. mars 1932 á Flateyri, d. 20. apríl 2010.
2. Soffía Gísladóttir húsfreyja í Kanada (nafn þar: Geraldina Larkin og síðar Geri Moore), f. 25. mars 1936 á Flateyri.
Börn Gísla Friðriks og Jónu Margrétar Kristjánsdóttur:
3. Sigurður Gíslason deildarstjóri hjá Þýsk-íslenska í Reykjavík, f. 8. ágúst 1943 í Reykjavík, d. 19. desember 2008. Kona hans var Friðleif Valtýsdóttir húsfreyja, f. 3. febrúar 1943.
4. Ellý Gísladóttir húsfreyja í Eyjum, f. 24. ágúst 1945 í Reykjavík. Maður hennar er Gísli Einarsson, f. 26. september 1939.
5. Jóhanna Gísladóttir húsfreyja í Eyjum, f. 14. júní 1951. Maður hennar, skildu, var Ágúst Birgisson, f. 19. september 1950. Síðari maður hennar er Guðmundur Sveinbjörnsson, 21. janúar 1945.

Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku.
Eftir grunnskóla vann hún afgreiðslustörf, fluttist til Eyja á nítjánda ári.
Þau Ágúst giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn, en skildu 1996.
Þau Guðmundur giftu sig 1998, hafa ekki eignast börn. Þau bjuggu við Búhamar til 2003, er þau fluttu til Hornafjarðar, en til Hveragerðis 2011, búa þar í Hraunbæ 19.

Jóhanna er tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (1970 skildu), er Ágúst Birgisson lögregluþjónn, f. 19. september 1950.
Börn þeirra:
1. Birgir Ísfeld Ágústsson sölumaður, býr í Bandaríkjunum, f. 18. febrúar 1970.
2. Gísli Friðrik Ágústsson, nú Hrefna Jóna Ágústsdóttir ljósmyndari, f. 18. júní 1976. Maki hennar Bára Halldórsdóttir.
3. Hlynur Ágústsson sjómaður, f. 22. mars 1982. Sambýliskona Ingibjörg Þórðardóttir Svanssonar.

II. Síðari maður Jóhönnu (12. apríl 1998), er Guðmundur Sveinbjörnsson, 21. janúar 1945. Þau eru barnlaus saman.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.