Jóhanna Andrea Ágústsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Andrea Ágústsdóttir frá Kiðjabergi, húsfreyja fæddist 26. ágúst 1907 í Hlíð og lést 23. ágúst 1993.
Foreldrar hennar voru Ágúst Benediktsson fiskmatsmaður að Kiðjabergi, f. 1. september 1875 í Marteinstungu í Holtum, d. 13. september 1962, og kona hans Guðrún Hafliðadóttir húsfreyja frá Fjósum í Mýrdal, f. 18. júní 1878 í Fjósum, d. 9. desember 1937.

Börn Guðrúnar og Ágústs:
1. Sigríður Ísleif Ágústsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1905 í Hlíð, d. 16. september 1961, bjó í Reykjavík.
2. Jóhanna Andrea Ágústsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1907 í Hlíð, d. 23. ágúst 1993.
3. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Andersen húsfreyja, f. 2. nóvember 1909 í Hlíð, d. 23. október 1996.
4. Jóhann Óskar Alexis Ágústsson, (Alli rakari), rakari, sjómaður, f. 30. október 1915, d. 3. janúar 2002.

Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku, í Hlíð og á Kiðjabergi.
Hún eignaðist barn 1929.
Þau Baldur giftu sig 1931, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Stafholti við Víðisveg 7 við fæðingu Haraldar 1932, á Sólbergi við Brekastíg 3 við fæðingu Birnu 1933 og á Borg við Heimagötu 3 A við fæðingu Lilju Hönnu 1944, en voru komin á Ásaveg 5 fyrir 1949, bjuggu í Útvegsbankahúsinu við Kirkjuveg 23, eftir byggingu hans 1956.
Þau byggðu hús í Arnarneslandi í Garðabæ og bjuggu þar uns þau fluttu að Boðahlein 20.
Baldur lést 1988 og Jóhanna Andrea 1993.

I. Barnsfaðir Jóhönnu var Óskar Sveinn Árnason rafvirki frá Reykjavík, f. 8. apríl 1904, d. 19. febrúar 1959.
Barn þeirra var
1. Guðrún Ágústa Óskarsdóttir, f. 5. maí 1929 á Kiðjabergi, d. 8. desember 2009. Maður hennar Hjálmar Franz Jóhann Eiðsson, látinn.
II. Maður Jóhönnu Andreu, (31. október 1931), var Baldur Ólafsson bankamaður, bankastjóri, f. 2. ágúst 1911 á Hofsósi, Skagaf., d. 27. desember 1988.
Börn þeirra:
2. Haraldur Baldursson tónlistarmaður, útibússtjóri, f. 25. febrúar 1932 í Stafholti. Kona hans Gyða Guðmundsdóttir.
3. Birna Baldursdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 26. júní 1933 á Sólbergi. Maður hennar Svavar Davíðsson, látinn.
4. Lilja Hanna Baldursdóttir banka- og skrifstofumaður, f. 24. júlí 1944 á Borg. Maður hennar Atli Aðalsteinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.