Jóhanna Þuríður Oddsdóttir

From Heimaslóð
Revision as of 17:16, 6 April 2016 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Jóhanna Þuríður Oddsdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja fæddist 21. júlí 1895 á Vesturhúsum og lést 2. maí 1972.
Foreldrar hennar voru Oddur Árnason útgerðarmaður frá Oddsstöðum, f. 30. júní 1865, d. 3. maí 1896, og kona hans Þuríður Hannesdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1867, d. 4. apríl 1953.

Systur Jóhönnu Þuríðar voru:
1. Steinunn Oddsdóttir, f. 20. júlí 1891, d. 14. apríl 1897 í Frydendal.
2. Ásdís Oddsdóttir, f. 19. febrúar 1893, var 8 ára tökubarn hjá Guðrúnu móðursystur sinni í Skógum í Mjóafirði eystri 1901, d. 10. ágúst 1907.
3. Oddrós Anna Sigríður Oddsdóttir, f. 25. október 1896, d. 1980.
Hálfbróðir þeirra, samfeðra, var
4. Árni Oddsson á Burstafelli, f. 6. maí 1888, d. 16. júní 1938.

Jóhanna Þuríður var alin upp hjá Guðlaugi og Margréti í Gerði. Hún fluttist til Gunnólfsvíkur á Langanesi 1908 og var þar með móður sinni og stjúpföður 1910.
Þau Einar bjuggu í Winnipeg og í Chicago. Þau fluttust heim um 1927.

I. Maður Jóhönnu Þuríðar var Einar Þorgrímsson forstjóri Lithoprents í Reykjavík, f. 15. júní 1896, d. 24. apríl 1950. Þau skildu.
Börn þeirra voru:
1. Jóhanna Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 18. maí 1919 í Winnipeg, d. 2. janúar 1998.
2. Þorgrímur Einarsson prentmeistari, forstjóri í Reykjavík, f. 20. júní 1920 í Winnipeg, d. 21. ágúst 2007.
3. Anna Sigríður Einarsdóttir Björnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, píanókennari, f. 5. ágúst 1921 í Winnipeg, d. 10. mars 2016. Hún var kjörbarn Björns Þorgrímssonar og Mörtu Valgerðar Jónsdóttur. Hún bjó síðast á Elliheimilinu Grund í Reykjavík.
4. Einar Oddur Þór Einarsson loftskeytamaður, síðar skrifstofustjóri í Reykjavík, f. 10. júlí 1925 í Chicago, d. 31. mars 2010 í Reykjavík.

II. Sambýlismaður Jóhönnu Þuríðar var Karl Nilsson Jónsson, f. 31. júlí 1902, d. 12. janúar 1962.
Barn þeirra:
4. Rafnar Karl Karlsson, f. 12. nóvember 1937.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.