Jóhann Pétur Jónsson (Elínarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. janúar 2016 kl. 18:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. janúar 2016 kl. 18:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jóhann Pétur Jónsson (Elínarhúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jóhann Pétur Jónsson.
Sólrún Guðmundsdóttir.

Jóhann Pétur Jónsson námuverkamaður og trúarleiðtogi í Taber í Alberta í Kanada fæddist 6. október 1866 í Elínarhúsi og lést 15. desember 1935 í Lethbridge í Alberta.
Foreldrar hans voru Jón Pétursson bátsformaður, f. 29. mars 1829, d. 15. júlí 1868, og kona hans Vilborg Þórðardóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1831, d. 18. júní 1924 í Utah.

Börn Jóns og Vilborgar voru:
1. Andvana fædd stúlka 21. september 1857.
2. Guðrún Soffía Jónsdóttir, f. 25. janúar 1863, d. 5. febrúar 1893. Hún fór til Utah 1874.
3. Ólöf Þóranna Jónsdóttir, f. 6. nóvember 1864, fór til Utah 1874.
4. Jóhann Pétur Jónsson, f. 6. október 1866, fór til Utah 1874.
5. Vilhjálmur Jónsson, f. 27. apríl 1868, fór til Utah 1874.

Jóhann Pétur var á öðru árinu, er faðir hans lést. Hann var með móður sinni til 1872 og henni og Sigurði stjúpföður sínum 1872-1874.
Þau fluttust til Utah 1874 með 4 börn Vilborgar.
Í fyrstu bjuggu þau í Spanish Fork. Jóhann kvæntist Sólrúnu 1891. Þau eignuðust 3 börn í Spanish Fork. Þau fluttust til Winter Quarters í Carbon héraði þar sem Jóhann Pétur fékk verkstjórastarf ofanjarðar við kolanámu. Þar eignuðust þau 5 börn. Eftir mikla og mannskæða sprengingu í námunni árið 1900 fór námuvinnslan hnignandi. Þau fluttust til Kanada 1903, bjuggu í 2 ár í Raymond, en í Taber frá 1905. Þar vann Jóhann Pétur sem tæknimaður og stjórnaði gufudrifinni vélskóflu til ársins 1927, þegar hann hætti störfum. Um tveggja ára skeið var hann ráðgjafi hjá Taberborg. Jóhann Pétur var mjög tengdur Mormónakirkjunni, var m.a. útnefndur æðsti prestur.
Hann veiktist hastarlega 1928, þurfti að gangast undir erfiðar aðgerðir.
Í desember 1935 veiktist hann skyndilega, var skorinn upp að nýju og lést daginn eftir. Sólrún lést 1949.

Kona Jóhanns Péturs, (27. febrúar 1891), var Sólrún Guðmundsdóttir frá París, f. 11. október 1867, d. 8. mars 1949.
Börn hér:
Stjúpbarn:
1. Hannah, f. í október 1888.
Bön þeirra:
2. Mabel.
3. Geneva.
4. Sina, f. um 1892.
5. Nathan.
6. Lyman.
7. Ellen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Our Pioneer Heritage Vol. 7. Kate B. Carter. Daughters of Utah Pioneers. Salt Lake City 1964.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.