Jóhann Kristinn Finnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jóhann Kristinn Finnsson sjómaður, vinnumaður fæddist 30. júlí 1889 í Ystabæliskoti u. Eyjafjöllum og lést 11. janúar 1915.
Foreldrar hans voru Finnur Sigurfinnsson frá Ystabæliskoti u. Eyjafjöllum, bóndi á Stóru-Borg þar, f. 1855, d. 16. maí 1901, og kona hans Ólöf Þórðardóttir vinnukona, síðar húsfreyja á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, f. 20. janúar 1862 í Hvammi u. Eyjafjöllum, d. 16. apríl 1935.

Föðurbróðir Jóhanns Kristins var Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri, útgerðarmaður, skipstjóri á Heiði.
Barn Ólafar með Einari Jónssyni, síðar í Norðurgarði:
1. Jónína Einarsdóttir húsfreyja á Seljalandi, f. 25. mars 1885, d. 22. september 1968.
Börn Ólafar og Finns hér:
2. Sigrún Finnsdóttir, f. 17. júlí 1887, d. 20. júlí 1887.
3. Þórður Finnsson, f. 6. ágúst 1888, d. sama dag.
4. Jóhann Kristinn Finnsson sjómaður í Hlíð 1910, f. 30. júlí 1889, d. 11. janúar 1915.
5. Þórfinna Finnsdóttir, (kölluð Þóra), húsfreyja í Eyjum, f. 28. maí 1891, d. 15. nóvember 1976.
6. Einar Finnsson, f. 27. maí 1893, d. 1. júlí 1893.
7. Sigrún Finnsdóttir húsfreyja í Sólhlíð 24, f. 13. júlí 1894, síðast í Reykjavík, d. 7. mars 1972.
8. Helga Finnsdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjavík, f. 28. september 1895, d. 25. apríl 1989.
9. Ingibjörg Finnsdóttir vinnukona, f. 17. september 1896, d. 9. mars 1924.
10. Finnbogi Finnsson vélgæslumaður í Íshúsinu, f. 7. nóvember 1898, d. 7. ágúst 1926 af slysförum.
11. Sæmundur Finnsson, f. 21. nóvember 1899, d. 14. desember 1899.
12. Friðfinnur Finnsson kafari, kaupmaður á Oddgeirshólum, f. 22. desember 1901, d. 6. september 1989.

Jóhann Kristinn var með foreldrum sínum á Stóru-Borg. Faðir hans drukknaði við Klettsnef 1901.
Ólöf móðir hans gat ekki haldið fjölskyldunni saman og varð að koma börnunum í fóstur, en Jóhann Kristinn, Ingibjörg og Finnbogi voru með henni á Stóru-Borg í fyrstu.
Jóhann fluttist til Eyja frá Stóru-Borg 1904, var vikadrengur hjá Sigurði föðurbróður sínum á Heiði 1906, vinnumaður í Hlíð 1907 og sjómaður þar 1910, bjó með móður sinni og Finnboga bróður sínum í Garðhúsum 1913, var verkamaður á Lögbergi 1914 og 1915, er hann lést.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.