Jóhann Gunnar Ólafsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Jóhann Gunnar Ólafsson

Jóhann Gunnar Ólafsson fæddist 19. nóvember 1902 í Vík í Mýrdal, V-Skaftafellssýslu, d. 1. sept. 1979 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ólafur Arinbjarnarson verslunarstjóri og Sigríður Eyþórsdóttir. Kona Jóhanns var Ragna Haraldsdóttir og giftust þau í Vestmannaeyjum sama ár og Jóhann tók við embætti bæjarstjóra hér. Þau áttu 5 syni.

Hann varð cand. juris frá Háskóla Íslands 1927. Jóhann var kosinn bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í desember 1928 og gegndi því embætti til 1938. Eftir tveggja ára starf við Útvegsbankann í Vestmannaeyjum fluttist hann á Ísafjörð þar sem hann gegndi embætti sýslumanns í 25 ár.

Jóhann gaf út fjölda bóka og rita, þ.á.m. Nokkrir þættir úr sögu Vestmannaeyja I-II (1938), Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum I-II (1938-9), Aðalhöfundur Árbókar Ferðafélags íslands 1948 um Vestmannaeyjar, Kirkjurnar í Vestmannaeyjum, Árbók Hins ísl. fornleifafélags (1933-36) og fjölda annarra sögulegra rita, frumsamdra, þýddra og eftir aðra.

Jóhann var félagsmaður í Taflfélag Vestmannaeyja og tefldi m.a. fyrir hönd félagsins 1929 og 1930. Mikið gaman hafði hann á íþróttum og stundaði þær af krafti. Hann tók þátt í fyrsta íþróttamótinu á Þjóðhátíð árið 1922. Þar kastaði hann lengst allra kringlunni, 28,75 m. Hann var meðstofnandi Knattspyrnufélagsins Týs 1921 og fyrsti formaður þess.

Myndir


Heimildir

  • Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár, II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991.
  • Lögfræðingatal, G-L. Iðunn, Reykjavík, 1992.