„Jóhann Guðmundsson (Sunnudal)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Jóhann Guðmundsson (flugvallarstjóri).jpg|thumb|200px|''Jóhann Guðmundsson.]]
'''Jóhann Ingvar Guðmundsson''' frá [[Sunnudalur|Sunnudal]], flugvallarstjóri fæddist 15. maí 1932 í [[Stakkagerði]] og lést 23. janúar 2002.<br>
'''Jóhann Ingvar Guðmundsson''' frá [[Sunnudalur|Sunnudal]], flugvallarstjóri fæddist 15. maí 1932 í [[Stakkagerði]] og lést 23. janúar 2002.<br>
Foreldrar hans voru [[Guðmundur Ingvarsson (Sunnudal)|Guðmundur Ingvarsson]] frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, verslunarmaður, f. 25. ágúst 1904, d. 10. maí 1986, og kona hans [[Clara Lambertsen]] húsfreyja, f. 15. desember 1909 í Reykjavík, d. 6. júní 1993.
Foreldrar hans voru [[Guðmundur Ingvarsson (Sunnudal)|Guðmundur Ingvarsson]] frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, verslunarmaður, f. 25. ágúst 1904, d. 10. maí 1986, og kona hans [[Clara Lambertsen]] húsfreyja, f. 15. desember 1909 í Reykjavík, d. 6. júní 1993.

Núverandi breyting frá og með 6. júlí 2020 kl. 16:29

Jóhann Guðmundsson.

Jóhann Ingvar Guðmundsson frá Sunnudal, flugvallarstjóri fæddist 15. maí 1932 í Stakkagerði og lést 23. janúar 2002.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ingvarsson frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, verslunarmaður, f. 25. ágúst 1904, d. 10. maí 1986, og kona hans Clara Lambertsen húsfreyja, f. 15. desember 1909 í Reykjavík, d. 6. júní 1993.

Börn Clöru og Guðmundar:
1. Jóhann Ingvar Guðmundsson, f. 15. maí 1932, d. 23. janúar 2002. Kona hans Guðbjörg Kristjánsdóttir.
2. Steinn Guðmundsson rennismiður, bifreiðasmiður, f. 15. maí 1933. Kona hans Guðbjörg S. Petersen.

Jóhann var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Stakkagerði, á Minna-Hofi á Rangárvöllum og síðan í Framnesi við Vesturveg 3b, á Vesturhúsum vestri við Ásaveg og lengst í Sunnudal við Kirkjuveg 28.

Hann hóf störf hjá Loftleiðum 1946 og vann þar til 1952, síðan hjá Hraðfrystistöðinni á vetrum, en vann við málun hjá Tryggva Ólafssyni og hjá Magnúsi Helgasyni á sumrum. Hann varð fiskimatsmaður hjá Fiskiðjunni.
Síðar var hann afgreiðslumaður hjá Flugleiðum 1965-1974 og starfsmaður Flugmálastjórnar 1978 og flugvallarstjóri í Eyjum frá 1. júlí 1979 til 1. desember 2000.
Þau Guðbjörg giftu sig 1954, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Sunnudal við Kirkjuveg 28, síðar á Búastaðabraut 9 og síðast við Dverghamar 31.
Jóhann Ingvar lést 2002 og Guðbjörg 2013.

I. Kona Jóhanns Ingvars, (25. desember 1954), var Guðbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja, röntgenmyndari, f. 23. janúar 1936, d. 15. janúar 2013.
Börn þeirra:
1. Margrét Klara Jóhannsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. ágúst 1954 í Sunnudal. Fyrrum maður hennar Ragnar Sigurjónsson. Maður hennar Ólafur P. Hauksson.
2. Jenný Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 25. mars 1958 í Eyjum. Maður hennar Sveinn B. Sveinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.