Jóhann Ívarsson (Litla-Hrauni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jóhann Ívarsson frá Litla-Hrauni við Vesturveg, verkamaður fæddist 11. febrúar 1895 í Árnagerði í Fljótshlíð og lést 20. mars 1951.
Foreldrar hans voru Ívar Þórðarson bóndi á Mið-Sámsstöðum í Fljótshhlíð, f. 3. ágúst 1863 að Tungu þar, d. 10. apríl 1924, og kona hans Jóhanna Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 13. febrúar 1865 að Kirkjulæk í Fljótshlíð, d. 21. júlí 1943.

Bróðir Jóhanns í Eyjum var
1. Nikulás Ívarsson verkamaður, f. 21. september 1893, d. 10. september 1971.
Föðursystkini Jóhanns í Eyjum voru:
2. Þorkell Þórðarson í Sandprýði, f. 7. desember 1872 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 14.júlí 1945.
3. Magnús Þórðarson Thorlacius kaupmaður, bóndi, verkamaður á Skansinum, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955.
4. Gísli Þórðarson verkamaður, f. 5. desember 1877 að Ormskoti í Fljótshlíð, síðast í Görðum, d. 7. nóvember 1943.
5. Guðrún Þórðardóttir verkakona, f. 31. ágúst 1882 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. mars 1878.

Jóhann var með foreldrum sínum á Mið-Sámsstöðum 1910, fluttist til Eyja úr Fljótshlíð með foreldrum sínum 1920 og bjó í Langa-Hvammi með þeim 1920.
Guðbjörg Sigríður fluttist frá A-Landeyjum til Eyja 1921.
Þau giftu sig 1924 og bjuggu þá í Dal, voru komin að Litla-Hrauni, Vesturvegi 17B 1927 og bjuggu þar síðan.
Þau létust bæði 1951.

Kona Jóhanns, (7. nóvember 1924), var Guðbjörg Sigríður Hreinsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1890, d. 24. desember 1951. Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.