Jóel Eyjólfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Jóel

Jóel Eyjólfsson, Sælundi, var fæddur 3. nóvember 1878 að Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og lést 28. desember 1944. Foreldrar hans voru Eyjólfur Eiríksson og Jórunn Skúladóttir.

Jóel var formaður á Immanúel sem hann keypti ásamt fleirum. Eftir að hann lét af formennsku rak hann útgerð sína í fleiri ár.

Jóel var með bestu bjargfuglaveiðimönnum Vestmannaeyja og einnig góður sigmaður.

Fjölskylda

Fyrri kona Jóels var Þórdís Guðmundsdóttir frá Vesturhúsum (f. 28/8 1877, d. 4/6 1908). Synir þeirra voru Þorgeir og Guðmundur.

Seinni kona Jóels var Oktavía Einarsdóttir (f. 22/10 1880, d. 31/12 1929). Börn þeirra voru Einar, Edvin, Jóel og Þórdís.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Jóel Eyjólfsson


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum

Myndir