Jón Kristinn Arnoddsson (Nýjabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. febrúar 2016 kl. 18:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. febrúar 2016 kl. 18:27 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Kristinn Arnoddsson vinnumaður í Nýjabæ, síðar í Utah og Kanada, fæddist 12. júlí 1862 og lést 1. janúar 1942.
Foreldrar hans voru Arnoddur bóndi á Arnarhóli og víðar í V-Landeyjum, f. 16. júlí 1827, d. 27. apríl 1916, og kona hans Steinunn Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. júní 1823, d. 17. apríl 1904.

Jón var með foreldrum sínum í Ystakoti í Landeyjum 1870.
Hann fluttist til Eyja 17 ára 1880, og var það ár vinnumaður í Nýjabæ.
Hann eignaðist barn 1883 með Ólöfu Jónsdóttur, þá vinnukonu í Nýjabæ.
Þau giftust 1885, bjuggu í París 1887.
Jón fór til Vesturheims 1888 frá París, dvaldi í fyrstu í Utah, en var kominn til Alberta í Kanada 1906, kallaði sig John A. Christian.
Ólöf fluttist vestur 1889, en dó nokkrum mánuðum síðar úr lungnasjúkdómi. Jón kvæntist Ingveldi 1891. Þau eignuðust 7 börn.

I. Kona Jóns var Ólöf Jónsdóttir, f. 1854. Hún var dóttir Sigríðar Hjaltadóttur vinnukonu þar, en var skráð uppeldisdóttir Kristínar Einarsdóttur húsfreyju þar 1870 og var þar vinnukona við fæðingu Kristínar Sigríðar.
Börn Jóns Kristins og Ólafar hér voru:
1. Kristín Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Hólshúsi, f. 24. september 1883, d. 27. maí 1957. Hún ólst upp hjá Kristínu í Nýjabæ.
2. Þorsteinn Jónsson, f. 14. desember 1887. Hann fór Vestur með móður sinni frá Nýjabæ 1889 og lést á árinu.

II. Síðari kona Jóns Kristins, (25. febrúar 1891), var Ingveldur Árnadóttir húsfreyja frá Vilborgarstöðum, þá ekkja eftir Einar Jónsson trúboða og smið. Hún fæddist 28. júní 1867 á Vilborgarstöðum og lést 2. mars 1948 í Raymond í Alberta-fylki í Kanada.
Börn þeirra hér:
1. John Isaac Christian, f. 24. september 1891, d. 26. mars 1909.
2. Nephi Jacob Christian, f. 25. febrúar 1894, d. 20. janúar 1959.
3. Andrew Albert Christian, f. 25. janúar 1896, d. 22. febrúar 1955.
4. Tilda Christian, f. 2. desember 1898, d. 10. nóvember 1971.
5. Martell Christian, f. 29. október 1900, d. 15. september 1971.
6. Paul Christian, f. 2. júlí 1906, d. 5. apríl 1964.
7. Joseph Christian, f. 12. desember 1910, d. 21. apríl 1953.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.