„Jónína Jónsdóttir (Seljalandi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir''' á Seljalandi, húsfreyja á Nýlendu u. Eyjafjöllum fæddist 30. mars 1890 í Hlíð u. Eyjafjöllum og lést 14. júlí 1936 á Nýlendu...)
 
m (Verndaði „Jónína Jónsdóttir (Seljalandi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. mars 2018 kl. 11:24

Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir á Seljalandi, húsfreyja á Nýlendu u. Eyjafjöllum fæddist 30. mars 1890 í Hlíð u. Eyjafjöllum og lést 14. júlí 1936 á Nýlendu þar.
Foreldrar hennar voru Jón Eyjólfsson vinnumaður í Hlíð, f. 1857, drukknaði við lendingu 19. maí 1890, og Kristín Ásgeirsdóttir vinnukona í Hlíð, f. 21. september 1858, d. 18. júlí 1935.

Jónína var tökubarn í Hlíð á fyrsta aldursári, var uppeldisdóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar og Guðlaugar Jónsdóttur í Hlíð 1901, vinnukona hjá Guðjóni syni þeirra 1910.
Þau Sveinn fluttust til Eyja 1920, giftu sig í júní, bjuggu á Seljalandi. Guðlaug fæddist þar 1921.
Þau fluttust að Leirum u. Eyjafjöllum á næsta ári og síðan að Nýlendu þar, eignuðust átta börn, en misstu síðasta barnið 10 daga gamalt. Þar bjuggu þau meðan Jónínu entist líf, en hún lést 1936.
Sveinn fluttist til Hafnarjarðar. Hann lést 1991.

I. Maður Jónínu Sigurbjargar, (12. júní 1920), var Sveinn Guðmundsson sjómaður, síðan bóndi og síðast verkamaður, f. 2. júlí 1891 í Grindavík, d. 8. febrúar 1991.
Börn þeirra:
1. Guðlaug Sigríður Sveinsdóttir, f. 8. apríl 1921 á Seljalandi, síðast í Reykjavík, d. 3. mars 1977.
2. Guðmunda Guðlaug Sveinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. apríl 1923 á Nýlendu u. Eyjafjöllum, d. 21. mars 2000.
3. Sveinn Ólafur Sveinsson húsasmíðameistari í Hafnarfirði, f. 25. júní 1924 á Nýlendu u. Eyjafjöllum, d. 4. október 2000.
4. Elín Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja á Akranesi, f. 2. júlí 1925 á Nýlendu u. Eyjafjöllum, d. 6. mars 2004.
5. Sigurður Ólafur Sveinsson vinnumaður á Þorvaldseyri u. Eyjafjöllum, f. 8. júlí 1926 á Nýlendu u. Eyjafjöllum, d. 8. júní 2009.
6. Vilhjálmur Guðjón Sveinsson verkamaður hjá ÍSAL, f. 9. september 1927 á Nýlendu u. Eyjafjöllum, síðast í Hafnarfirði, d. 21. september 1992.
7. Lovísa Sveinsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði og Grindavík, f. 3. nóvember 1928 á Nýlendu u. Eyjafjöllum, d. 15. maí 2015.
8. Kristján Sveinsson, f. 13. apríl 1931 á Nýlendu u. Eyjafjöllum, d. 23. apríl 1931.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.