Ingunn Jónasdóttir (Skuld)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. ágúst 2019 kl. 20:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. ágúst 2019 kl. 20:05 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ingunn Jónasdóttir húsfreyja í Skuld fæddist að Helluvaði á Rangárvöllum 23. nóvember 1883 og lézt 28. apríl 1960.
Foreldrar hennar voru Jónas Ingvarsson bóndi á Helluvaði, f. 20. september 1862 í Eystri-Hól, d. 15. júní 1924 að Helluvaði, og kona hans Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1856 á Oddsstöðum, d. 12. apríl 1911. Foreldrar Elínar voru Jón Þorgeirsson bóndi á Oddsstöðum, f. 1808, d. 6. júní 1866. Móðir Elínar og kona Jóns var Margrét Halldórsdóttir frá Steinum u. Eyjafjöllum, f. 16. janúar 1832, d. 15. febrúar 1919.
Maki Ingunnar var Sigurður Oddsson útvegsbóndi, f. 28. marz 1880, d. 10. maí 1945.
Þau Sigurður fluttu til Eyja frá Rangárvöllum 1907 og byggðu húsið Skuld við Vestmannabraut, í félagi við Stefán Björnsson.
Í Skuld rak Ingunn fjölmennt heimili. Hún eignaðist ellefu börn, þar af fæddust 10 í Skuld.
Þau voru skipstjórarnir
Jónas, sem fæddist að Helluvaði;
Oddur;
Ólafur;
Jónas Ragnar prentari.
Dætur þeirra voru húsfreyjurnar
Þórunn Lovísa, sem varð kona Guðna Grímssonar lengi skipstjóra á Maggý;
Elínborg;
Sigurbjörg;
Stefanía;
Jóhanna Júlía;
Jónheiður Árný og
Sigríður Inga kona Ingólfs Theodórssonar netagerðarmeistara.
Síðar rak Ingunn nokkra umboðssölu um árabil fyrir Guðmund Andrésson gullsmið í Reykjavík.

ctr


Fjölskylda Ingunnar í Skuld 1927.


(Höggið á myndina til að fá nánari skýringu á henni).


ctr


Skuldarfjölskyldan.
Mynd úr Bliki 1961.

Standandi frá vinstri:
1. Stefanía, f. 2. júní 1921. Gift Guðna Kristjánssyni, bakarameistara. Búsett á Akranesi. Börn: Jónína, Sigurður Pétur og Kristján.
2. Ólafur, f. 14. okt. 1915. Giftur Ástu Kristjánsdóttur Bjartmars. Búsett í Vestmannaeyjum, útgerðarmaður og skipstjóri þar. Börn: Ingibjörg, Kristján og Edda Guðríður.
3. Sigurbjörg, f. 2 febr. 1917. Tvígift. Fyrri m. Skafti Þórarinsson. Barn: Kolbrún Skafta. Seinni m: Guðmundur Gíslason. Búsett í Reykjavík. Börn: Jóhannes, Stefanía og Erna Björk.
4. Oddur, f 25. maí 1911. Giftur Lovísu Magnúsdóttur. Búsett í Vestm., skipstjóri þar. Börn: Magnús, Sigurður Pétur og Valur.
5. Þórunn Lovísa, f. 30. ágúst 1908. Gift Guðna Grímssyni, útgerðarmanni og skipatjóra í Vestm. Börn: Kristín og Sigurður.
6. Jónas, f. 29. marz 1907, húsvörður Gagnfræðaskólans. Giftur Guðrúnu Ingvarsdóttir. Börn: Ingunn, Guðrún, Sjöfn, Sigurgeir og Sigurjón Ingvars.
7. Elínborg, f. 25. ágúst 1913. Gift Guðmundi Geir Ólafssyni, verzlunarmanni. Búsett á Selfossi Börn: Erla, Ólafur og Ingunn.
8. Jónheiður Árný, f. 16. jan. 1919. Gift Jóni Sigurðssyni, verzlunarmanni. Búsett í Reykjavik. Börn: Guðrún Ólafía og Sigrún Inga.

Sitjandi frá vinstri:
1. Sigríður Inga, f. 14. apríl 1925. Gift Ingólfi Theódórssyni, netagerðarmanni og útgerðarmanni í Vestmannaeyjum. Börn: Sigurður Ingi, Hugrún og óskírt meybarn.
2. Ingunn Jónasdóttir, f. 23. nóv. 1883 á Helluvaði á Rangárvöllum, d. 28. apríl 1960.
3. Jónas Ragnar, prentari, f. 24. febr. 1928. Ógiftur.
4. Sigurður Pétur Oddsson, f. 28. marz 1880 að Krossi í A.-Landeyjum, d. 10. maí 1945.
5. Jóhanna Júlía, f. 4 marz 1923. Gift Guðmundi Jónssyni, bakarameistara. Búsett í Rvík. Börn: Reynir, Ingunn, Sævar og Jón.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.