Ingiríður Einarsdóttir (yngri) (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ingiríður Einarsdóttir.

Ingiríður Einarsdóttir frá Norðurgarði, (Inga) fiskverkakona fæddist 6. febrúar 1902 og lést 30. ágúst 1981.
Foreldrar hennar voru Einar Jónsson bóndi í Norðurgarði, f. 12. júní 1859, d. 8. ágúst 1937, og kona hans Árný Einarsdóttir húsfreyja, f. 24. apríl 1863, d. 9. ágúst 1938.

Börn Einars og Árnýjar voru:
1. Einar Einarsson, f. 15. september 1892, d. 21. mars 1967.
2. Sigurður Einarsson, f. 16. júní 1895, hrapaði til bana í Geirfuglaskeri 1. júní 1929.
3. Þórarinn Einarsson, f. 20. júlí 1900, d. 17. desember 1903.
4. Ingiríður Einarsdóttir, f. 6. febrúar 1902, d. 30. ágúst 1981.
5. Guðbjörg Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 21. desember 1905, d. 12. ágúst 1972.
Barn Einars með Ólöfu Þórðardóttur, síðar húsfreyju á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum og síðast í Eyjum.
Barn þeirra var
6. Jónína Einarsdóttir húsfreyja á Seljalandi, f. 25. mars 1885 í Hlíð u. Eyjafjöllum, d. 22. september 1968.

Systkini Einars í Norðurgarði og föðursystkini Ingiríðar í Eyjum voru:
1. Vilborg Jónsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 28. febrúar 1855, mun hafa látist í Utah.
2. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 27. mars 1862, d. 14. janúar 1939, kona Arngríms Sveinbjörnssonar.
3. Bjarni Jónsson í Norðurgarði, bóndi og málari í Utah, f. 19. apríl 1863.
4. Þorkell Jónsson bóndi á Gjábakka, f. 1. október 1867. Hann fluttist til Vesturheims. Kona hans var Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1864.
5. Salgerður Jónsdóttir vinnukona á Kirkjubæ og í Hólshúsi f. 28. desember 1869 á Litlu-Hólum í Mýrdal.

Ingiríður var með foreldrum sínum í Norðurgarði meðan þeirra naut við, en bjó um skeið í Reykjavík, síðan hjá Guðbjörgu systur sinni, uns hún fluttist í Hraunbúðir 1975.
Hún vann fiskvinnslustörf, giftist ekki og átti ekki börn.
Ingiríður lést 1981.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.